14 janúar 2013
07 janúar 2013
Seinna í dag
Í dag er heiður himinn og sól, ég vaknaði um hádegi, mitt vandamál er að ég vakna ekki á morgnana, þóttist vera þunglynd í morgun og í ástarsorg, en það er ekki rétt, svo kom ég í matsalinn og borðaði baunir og grænmeti, við borðið var verið að tala um adhd og svoleiðis og geðlækninn góða og sá maður var að borða fisk, í setustofunni sátu nokkrir og spjölluðu saman, ég fékk mér kaffi í kaffikróknum og fór svo í tölvuna, þarf að fara út og ná í lyf. Og hlakka til að fá mér ferskt loft og líka klæða mig og raða nærbuxunum mínum. Ef guð lofar fer ég í sund seinna í dag.
06 janúar 2013
03 janúar 2013
Hælið
Jæja, nú er ég komin á hælið, gleðilegt ár og búin að fara í heita pottinn og borða tvíböku, inní mér er spjótið útaf þessu tilfinningarugli sem ég hef komist að því að er stórhættulegt. En ég ætla að fara að sofa og kannski finna eitthvað að lesa.
01 janúar 2013
Hvernig elskar maður sjálfan sig?
Setur sér mörk.Setur sér mörk. Tekur ákvörðun og stendur við hana. Skiptir um skoðun. Tannburstar sig. Naglalakkar tærnar. Hugsar málið. Svarar strax. Burstar hárið. Les blöðin. Vaskar upp. Lætur uppvaskið standa. Læsir húsinu. Lætur það standa opið. Fer í háskólanám. Fer í sund. Elskar sund. Dansar á hverjum degi. Spilar tónlist. Heldur ömmustelpuboð. Eldar læri. Nennir ekki að elda læri. Fer á fund. Tjáir sig. Er heiðarlegur. Segir ekki allt. Segir allt. Biður bænirnar sínar. Lætur athuga löngutöng á hægri hendi.
Lillý Elísabet
Hún var svo fín í rauða kjólnum sínum. Og fékk eldavél samansetta og hrærði í pottum og borðaði matinn sem hún eldaði og var svo örugg og kotroskin við þetta að unun var á að horfa, borðaði svo grænar baunir og lambalæri við borðið og ég fékk að sitja við hliðina á henni.
Gaman
Það verður gaman að vita hvernig hann ætlar að stjórna þér, sagði vinkona mín á gamlársdag og það kom í ljós sama dag. Já þetta er rannsóknarefni en hér er allt fullt af álfum dansandi hringinn í kringum húsið og kannski ætla ég að vita hvort ömmustelpurnar geta gert það þegar verður partý, dásamlegt kvöld hjá Jökli og Kristínu, besta læri sem ég hef smakkað, saknaði Óskars soldið eða hugsaði til hans, nú voru árin orðin tvö en í fyrra bara eitt en núna veit ég að bara eitt skiptir máli að elska sjálfan sig svo ég hafi góða dómgreind og svo auðvitgað þrjátíu aa fundir á dag og lifi ljósið.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)