14 janúar 2007
Galdrahjarta Ellu Stínu
Hjartað í Ellu Stínu var rautt blóm sem gat breytt sér í verndarhjúp um líkama hennar.
Ella Stína og ræninginn
Einn daginn ákvað Ella Stína að hætta að gráta og þá
uppgötvaði hún raunverulegt ástand sitt, hún hafði verið
rænd. Hún hafði samt ekki verið að gráta yfir því. Hún hafði
verið að gráta yfir því að ræninginn var dáinn.
Ella Stína hefur loksins opnað heimasíðu. Það er hennar aðferð til að komast heim og komast úr hásætinu. En Ella Stína er geymd í hásæti og er orðin hundleið á því. Hún svoleiðis hangir og húkir í því. Ella Stína er með galdrahjarta. Galdrahjarta Ellu Stínu.
Ella Stína er skjaldbaka þótt hún sé kotroskin. Þá er hún skjaldbaka og einu sinni var skelin á henni brotin. Hún leyfði það útaf ástinni eða því sem hún hélt að væri ást. Þessi skel sem hafði verið mörg miljón ár að þróast og þarsem Ella Stína var skjaldbaka gat hún ferðast á sjó og landi og var feimin og fornaldarleg. Já svo semsagt brotnaði skelin og þá var hún bara svona, svo viðkvæm að hún hélt hún myndi deyja eða ekki geta verið til. En þá uppgötvaði hún að hún hafði galdrahjarta og hún gat breytt því í rauðan hjúp sem hún verndaði sig með. Svo Ella Stína er vernduð af galdrahjartanu sínu. Og kannski getur það breytt sér meira. Því þetta er heimsveldi Ellu Stínu en Ellu Stínu langar að komast úr hásætinu, það er svo hátt niður og hún segir: Þú bara geymir mig hér svo þú getir sagt sögur og svo ert þú alltaf bara ástfangin. Hvað er þetta með ástina. Er Ella Stína að gera Hollywoodmynd. Hana langar bara í kærleika.
Á þessum blöðum verður að finna allt um galdrahjartað, augnablikið, ræningjann, kínverska boxið, brúðuleikhúsið, sirkusinn, puttana.
uppgötvaði hún raunverulegt ástand sitt, hún hafði verið
rænd. Hún hafði samt ekki verið að gráta yfir því. Hún hafði
verið að gráta yfir því að ræninginn var dáinn.
Ella Stína hefur loksins opnað heimasíðu. Það er hennar aðferð til að komast heim og komast úr hásætinu. En Ella Stína er geymd í hásæti og er orðin hundleið á því. Hún svoleiðis hangir og húkir í því. Ella Stína er með galdrahjarta. Galdrahjarta Ellu Stínu.
Ella Stína er skjaldbaka þótt hún sé kotroskin. Þá er hún skjaldbaka og einu sinni var skelin á henni brotin. Hún leyfði það útaf ástinni eða því sem hún hélt að væri ást. Þessi skel sem hafði verið mörg miljón ár að þróast og þarsem Ella Stína var skjaldbaka gat hún ferðast á sjó og landi og var feimin og fornaldarleg. Já svo semsagt brotnaði skelin og þá var hún bara svona, svo viðkvæm að hún hélt hún myndi deyja eða ekki geta verið til. En þá uppgötvaði hún að hún hafði galdrahjarta og hún gat breytt því í rauðan hjúp sem hún verndaði sig með. Svo Ella Stína er vernduð af galdrahjartanu sínu. Og kannski getur það breytt sér meira. Því þetta er heimsveldi Ellu Stínu en Ellu Stínu langar að komast úr hásætinu, það er svo hátt niður og hún segir: Þú bara geymir mig hér svo þú getir sagt sögur og svo ert þú alltaf bara ástfangin. Hvað er þetta með ástina. Er Ella Stína að gera Hollywoodmynd. Hana langar bara í kærleika.
Á þessum blöðum verður að finna allt um galdrahjartað, augnablikið, ræningjann, kínverska boxið, brúðuleikhúsið, sirkusinn, puttana.
Taugaáfallið
Ella Stína fékk taugaáfall þegar hún uppgötvaði að pabbi hennar elskaði hana ekki. Svo fékk hún næstum annað taugaáfall þegar hún uppgötvaði að hún mátti engum segja frá þessu. Og hún fékk annað taugaáfall yfir því. Svona geymdi hún inní sér taugaáföllin. Og ef hún var annarshugar var það af því hún var að raða taugaáföllunum í stafsrófsröð.
Jarðarförin
Ellu Stínu leið svo illa útaf ástleysinu að hana langaði til að hengja sig en þá rann upp fyrir henni að foreldrar hennar mundu þurfa borga stórfé fyrir jarðarförina og það gat hún ekki hugsað sér.
Í skólanum
Ella Stína gat aldrei lært neitt í skólanum því hún var alltaf að hugsa um hvernig hún gæti hjálpað fjölskyldunni. Hún var aldrei með bækur í töskunni sinni, bara einmanaleikann og sjálfsvorkunina. Seinna mundi Ella Stína aldrei hverjir voru í bekk með henni því hún var alltaf að reyna muna hverjir voru með henni í fjölskyldu.
Ella Stína fékk taugaáfall þegar hún uppgötvaði að pabbi hennar elskaði hana ekki. Svo fékk hún næstum annað taugaáfall þegar hún uppgötvaði að hún mátti engum segja frá þessu. Og hún fékk annað taugaáfall yfir því. Svona geymdi hún inní sér taugaáföllin. Og ef hún var annarshugar var það af því hún var að raða taugaáföllunum í stafsrófsröð.
Jarðarförin
Ellu Stínu leið svo illa útaf ástleysinu að hana langaði til að hengja sig en þá rann upp fyrir henni að foreldrar hennar mundu þurfa borga stórfé fyrir jarðarförina og það gat hún ekki hugsað sér.
Í skólanum
Ella Stína gat aldrei lært neitt í skólanum því hún var alltaf að hugsa um hvernig hún gæti hjálpað fjölskyldunni. Hún var aldrei með bækur í töskunni sinni, bara einmanaleikann og sjálfsvorkunina. Seinna mundi Ella Stína aldrei hverjir voru í bekk með henni því hún var alltaf að reyna muna hverjir voru með henni í fjölskyldu.
Veikindi og ást
Einu sinni veiktist Ella Stína. Og þá byrjaði hún að minnka. Hún varð svo lítil að hún var til í að taka í höndina á hverjum sem er. Hún veiktist af ástleysi. Ástin lætur mann vaxa en Ella Stína hafði enga ást svo hún byrjaði að minnka svona og var orðin pínulítil. Ella Stína var alveg að hverfa þegar hún ákvað að skrifa bók. Hún var nú svo lítil að hún gat varla skrifað hana. Líka af því hún þurfti ást til að skrifa hana og hún átti enga ást en svo fann hún útsaumaða koddann sem mamma hennar hafði gefið henni einu sinni. Og hún lá pínulítið á honum. Hún var sjúk í ást.
Mátti ekki elska pabba sinn
Ella Stína mátti ekki elska pabba sinn. Það var stranglega bannað. En Ella Stína gafst aldrei upp. Hún gróf leynigöng inní hjartað á pabba sínum og þar svoleiðis dembdi hún ástinni yfir hann. Það endaði með því að hann greip fyrir hjartað og dó. Ella Stína hrósaði sigri. Þá komst Ella Stína að því að hún mátti ekki syrgja hann.
Ella Stína og fyrirlitningin
Ella Stína fyrirleit pabba sinn en fannst ekki viðeigandi að sýna það svo hún hafði óskaplegar áhyggjur af honum. Stundum strauk hún vasaklút um ennið á sér, áhyggjurnar voru svo miklar, eða hún andvarpaði djúpt.
Ella Stína og einmanaleikinn
Einn daginn vildi Ella Stína frekar vera einmana en láta pína sig. Svo hún flúði inní einmanaleikann. Þar var kostulegt um að litast. Mesti munurinn var sá að þar gat hún pínt sjálfa sig í friði. Án þess nokkur vissi.
Um vonina
Ella Stína var alltaf að vonast til að mamma hennar myndi draga pabba hennar útúr líkamanum því hún var með hann í öllum líkamanum, ekki bara höfðinu, ekki bara nefinu, eyrunum, heldur öllum holum, líka svitaholunum og hún var að vonast tilað draga hann út gegnum holurnar þegar hún fattaði tvennt:
Og þá hefði þurft að draga út heiminn en það var ekki hægt svo Ella Stína eyddi ævi sinni í að hugsa um það.
Einu sinni veiktist Ella Stína. Og þá byrjaði hún að minnka. Hún varð svo lítil að hún var til í að taka í höndina á hverjum sem er. Hún veiktist af ástleysi. Ástin lætur mann vaxa en Ella Stína hafði enga ást svo hún byrjaði að minnka svona og var orðin pínulítil. Ella Stína var alveg að hverfa þegar hún ákvað að skrifa bók. Hún var nú svo lítil að hún gat varla skrifað hana. Líka af því hún þurfti ást til að skrifa hana og hún átti enga ást en svo fann hún útsaumaða koddann sem mamma hennar hafði gefið henni einu sinni. Og hún lá pínulítið á honum. Hún var sjúk í ást.
Mátti ekki elska pabba sinn
Ella Stína mátti ekki elska pabba sinn. Það var stranglega bannað. En Ella Stína gafst aldrei upp. Hún gróf leynigöng inní hjartað á pabba sínum og þar svoleiðis dembdi hún ástinni yfir hann. Það endaði með því að hann greip fyrir hjartað og dó. Ella Stína hrósaði sigri. Þá komst Ella Stína að því að hún mátti ekki syrgja hann.
Ella Stína og fyrirlitningin
Ella Stína fyrirleit pabba sinn en fannst ekki viðeigandi að sýna það svo hún hafði óskaplegar áhyggjur af honum. Stundum strauk hún vasaklút um ennið á sér, áhyggjurnar voru svo miklar, eða hún andvarpaði djúpt.
Ella Stína og einmanaleikinn
Einn daginn vildi Ella Stína frekar vera einmana en láta pína sig. Svo hún flúði inní einmanaleikann. Þar var kostulegt um að litast. Mesti munurinn var sá að þar gat hún pínt sjálfa sig í friði. Án þess nokkur vissi.
Um vonina
Ella Stína var alltaf að vonast til að mamma hennar myndi draga pabba hennar útúr líkamanum því hún var með hann í öllum líkamanum, ekki bara höfðinu, ekki bara nefinu, eyrunum, heldur öllum holum, líka svitaholunum og hún var að vonast tilað draga hann út gegnum holurnar þegar hún fattaði tvennt:
1. Að mamma hennar var líka með pabba hennar í öllum götum og holum.
2. Að pabbi hennar var í öllum heiminum.
Og þá hefði þurft að draga út heiminn en það var ekki hægt svo Ella Stína eyddi ævi sinni í að hugsa um það.
13 janúar 2007
Velkomin
Þetta er heimsveldi Ellu Stínu. Til að komast þangað inn þarf að kunna dulnefni Ellu Stínu sem er Prella Prina. Rómaveldi féll af því að allt átti að vera einsog í Rómaveldi. Það verður spennandi að vita hvað heimsveldi Ellu Stínu stendur lengi. Og hvernig Ella Stína reisir það aftur og aftur. Von er á sögum um Ellu Stínu. Og til stendur að framleiða allskonar dót með Ellu Stínu einsog hanska, tuskur, bangsa, tuskubangsa, búninga og margt fleira. Ella Stína talar líka við veggina sem eru reistir kringum heimsveldi hennar. Ella Stína hefur loksins eignast verðugan samastað: Heimsveldi.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)