23.ágúst 1998 gekk ég útaf einum stað. Get ekki sagt meira.
Í dag 23.ágúst fann pabbi minn kistu Páls biskups í Skálholti. Þegar kistan var opnuð pipraði jörðin, - að sjálfsögðu.
Ég vissi að í dag gæti þessvegna eitthvað gerst.
Og ég hringdi í Guðrúnu Evu og hún sagði orðið: Uppgröftur.
Mamma gaf mér líka skeið um daginn frá Georgíu. Ekki teskeið. Skeiðar eru notaðar við uppgröft.
Þetta er ekki manía, þetta er mystík.
Svo er það draumurinn sem mig dreymdi í Selssundi, um svarta stóra leðurpúðann sem var taska og það voru fimm hringir. Ég hef verið að hugsa hvað þessir fimm hringir þýddu og ég tel mig vita það núna.
En ég get ekki sagt meira.
Það er bara eitt sem er að vefjast fyrir mér, hvort það tefur fyrir mér að hugsa um manninn sem ég er skotin í eða hvort það fleytir mér áfram.
Ég hef verið að hugsa í allt sumar hvað þessir fimm hringir þýddu og ég held ég viti það núna.
Bending í draumi.
Svo sauð ég kartöflur og brokkólí.
Saknaði Jóhönnu og Alexíu.
En fattaði að stundum er gott að vera ein.
Það var sagt um pabba minn þegar hann fann kistuna hans Páls, kannski bara um tvítugt eða eitthvað, - að hann yrði gæfumaður.
Hann varð gæfumaður.
Hann fann kistu fulla af leikritum.
Og öll börn sín. Konurnar. Ástina. Réttlætið. Sjúkdóminn.
Svo er gæfan líka eitthvað sem hver á fyrir sig.
Hann hefur sennilega átt sín gæfumóment, alveg einn og hamingjusamur, einsog ég sem get stundum sturlast af hamingju, - alein.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli