Fyrir þremur árum uppgötvaði ég að ég var föst í absúrdheimi og var meiraðsegja orðin nokkuð góð í honum, og í gærkvöldi uppgötvaði ég að ég var föst í ævintýraheimi og einmitt orðin þokkalega góð í honum líka, en þetta gengur ekki lengur, ég gæti auðvitað farið í krísu, og hugsað ókei, ég endurnýja ævintýraheiminn, eða absúrd heiminn, en það sem gerist í þessum báðum heimum, að hin fínni blæbrigði tapast.
Og þessi sjálfvirka vél sem hægt er að kalla svo sem lífið er, hún slekkur á sér, því ævintýrasagnaritarinn og absúrdskáldið ráða svo miklu, jafnvel þótt maður lúti lögmálunum.
Svo ég stend núna á nýjum tímamótum, nýjum þröskuldi, við þröskuldinn, dyrnar eru opnar, er flugeldasýning, nei, það er myrkur, nei það er ekki neitt, ég er ekki byrjuð að búa neitt til.
Kannski bara hætta þessu kjaftæði og anda inní nýjan heim.
31 desember 2007
Árið líður í hring eða sporöskju...
Sagan hér að neðan er sama sagan og birtist í janúarhefti Heimsveldisins, bara öðruvísi sögð, þetta heitir þróun.
Sjálfsmorðslöngun...litla barnsins
Þegar ég var lítil langaði mig tilað deyja en það tók mig mörg ár að skilja það, það var svo vandlega falið. Það mátti enginn vita það, það hefðu allir orðið svo móðgaðir, eða kannski staðið á sama. En hér er þetta á borðinu, og borðið er dúklagt, það eru kerti á borðinu og líkið stendur uppi í stofunni. Enginn skilur í dauðanum. Eitthvað hræðilegt kom fyrir. Dánarorsök, óljós, eitthvað á milli rifbeinanna. Flugeldar. Sprengingar. Yfirlið. Svimi. Annálaritarinn. Og þetta er örugglega enn eitt dramað í barninu sem neitar að verða stórt. Svo það krossleggur hendurnar á brjóstinu og ryður útúr sér ævintýrum.
Útbreidd sæng Elísabetar
Ella Stína nær hámarksárangri. Ef þú ferð inná fotbolti.net og flettir uppá annál þá sérðu hvað Elísabet hefur komist langt á árinu, hún er þar ein af örfáum konum á meðal ótal karlmanna sem gefa álit sitt á boltanum, og EINA MAMMAN!!! Ég meina, fótbolti stjórnar heiminum. Ég myndi segja að þetta hafi borið hátt. Svo er spurning hvað Ella Stína eða Elísabet gera á næsta árinu, ég með allt mitt stöðununareðli er með jafnmikið endurnýjunar-eðli, svo spurning hvort heimsveldi Ellu Stínu verði lagt niður og stofnuð: Útbreidd sæng Elísabetar.
29 desember 2007
Kvöldheimsókn
Jökull, Kristín, Garpur og Ingunn með krílið innanborðs voru einsog fjórar englar þegar þau gerðu innrás hér í kvöld með videóspólu og kjúkkling, þau eru yndisleg og ég elska þau. Takk fyrir komuna.
Elísabet í dægursveiflunni
Ég vakna í þunglyndi á morgnana, sannfærð um að ég sé komin með krabbamein og hafi lifað lífinu til einskis og stutt eftir, um kvöldið þegar ég fer að sofa er ég orðin nokkuð hress, svo hress að ég tími helst ekki að fara sofa og er klukkutíma að sofna, þetta er kallað dægursveifla.
Þegar ég fer í skólann þarf ég venjulega að drífa mig og fá mér kaffi, svo þunglyndið er ekki eins slæmt, en svo fór ég uppí Borgarfjörð í gær og gisti þar í nótt í Lundarreykjardal hjá Kolbrá systur minni og Óla á Hóli, og hún eldaði svo góðan mat, og ég svaf í sama herbergi og mamma og mamma andaði alla nóttina og stjörnur blikuðu úti, svo skærar, miklu skærar en í borginni og í morgun sá ég rönd skera myrkrið, og vissi það sem hjarta mitt veit að ég ætti að eignast jörð og nokkra þunglynda hesta tilað dást að og sjá styrkinn þeirra og fegurð, ég er náttúrubarn og hætti ekki að vera það þótt ég segi það, en þegar ég vaknaði í morgun þá var ég ekki að hugsa eitthvað um þunglyndi, heldur áruhreinsun.
Og þá vissi ég að dögunin, og stjörnubjarta nóttin, kyrrðin og andardráttur mömmu höfðu hreinsað áruna mína.
Þegar ég fer í skólann þarf ég venjulega að drífa mig og fá mér kaffi, svo þunglyndið er ekki eins slæmt, en svo fór ég uppí Borgarfjörð í gær og gisti þar í nótt í Lundarreykjardal hjá Kolbrá systur minni og Óla á Hóli, og hún eldaði svo góðan mat, og ég svaf í sama herbergi og mamma og mamma andaði alla nóttina og stjörnur blikuðu úti, svo skærar, miklu skærar en í borginni og í morgun sá ég rönd skera myrkrið, og vissi það sem hjarta mitt veit að ég ætti að eignast jörð og nokkra þunglynda hesta tilað dást að og sjá styrkinn þeirra og fegurð, ég er náttúrubarn og hætti ekki að vera það þótt ég segi það, en þegar ég vaknaði í morgun þá var ég ekki að hugsa eitthvað um þunglyndi, heldur áruhreinsun.
Og þá vissi ég að dögunin, og stjörnubjarta nóttin, kyrrðin og andardráttur mömmu höfðu hreinsað áruna mína.
27 desember 2007
Englar á Spáni
Ég gef lítið fyrir allt tal um prinsessu-heilkenni, að vera prinsessa er bara tákn fyrir að vera sérstök, og maður má alveg hafa það sem lítil stelpa, maður getur líka mótað sína prinsessu eftir eigin höfði. En það mælir samt enginn móti því að það vantar mína uppáhaldspersónu í þetta allt prinsessutal, og það er engin önnur en Lína Langsokkur. Hún skiptir mig mestu máli af öllum skáldsagnapersónum. Öllum já.
En ég á fjórar ömmustelpur á Spáni og tvær þeirra hringdu í ömmu sína í gær, þær Alexía og Jóhanna og voru með söngtónleika í símanum í tvo klukkutíma, ég heyrði enn englaraddirnar þeirra þegar ég fór að sofa í gærkvöldi.
Og einu sinni var prinsessa og hún breytti sér í Línu Langsokk en átti alltaf prinessubúninginn inní skáp því einsog konan í búðinni á Írlandi sagði við mig þegar ég keypti svörtu buxurnar: Its nesseccary to have a black trousers in your wardrobe.
Stundum er búningurinn ósýnilegur, þá er talað um andlegan búning, einsog andlegan stað... jæja ég er að fara yfir fótbolta liðins ár, það má sjá allt um það um áramótin á fotbolti.net
Og Kristín Bjarna sagði ég mætti vera í þunglyndi, já ég er nefnilega í smá þunglyndi en það er lagast og ég er um það bil að komast útí búð.
En ég á fjórar ömmustelpur á Spáni og tvær þeirra hringdu í ömmu sína í gær, þær Alexía og Jóhanna og voru með söngtónleika í símanum í tvo klukkutíma, ég heyrði enn englaraddirnar þeirra þegar ég fór að sofa í gærkvöldi.
Og einu sinni var prinsessa og hún breytti sér í Línu Langsokk en átti alltaf prinessubúninginn inní skáp því einsog konan í búðinni á Írlandi sagði við mig þegar ég keypti svörtu buxurnar: Its nesseccary to have a black trousers in your wardrobe.
Stundum er búningurinn ósýnilegur, þá er talað um andlegan búning, einsog andlegan stað... jæja ég er að fara yfir fótbolta liðins ár, það má sjá allt um það um áramótin á fotbolti.net
Og Kristín Bjarna sagði ég mætti vera í þunglyndi, já ég er nefnilega í smá þunglyndi en það er lagast og ég er um það bil að komast útí búð.
Fantasía og raunveruleiki
Fantasía verður að hafa einhvern lágmarks raunveruleika tilað nærast á, svo getur komið að því að fantasían missi áhugann á að nærast.
Falleg saga
Frida Kahlo - listmálari frá Mexíkó - var sjö ára þegar kennarinn útskýrði fyrir bekknum gang himintungla, hvernig jörðin snerist í kringum sólina og tunglið í kringum jörðina, Frida Kahlo varð svo hugfangin að hún pissaði á sig.
The funny beast Reality
Maður hverfur nottla inní fantasíuheiminn þegar má ekki segja frá raunveruleikanum, og ég játa fyrir þessum bloggrétti að ég hef verið upptekin af fantasíunni frá unga aldri, og geri mér grein fyrir að það má ekki segja hvað sem er og hvernig sem er, það verður að passa inní viðtekinn raunveruleika sem ég er alltaf seint og snemma að reyna átta mig á, en það var þetta með fantasíuna, það getur vel verið að ég þurfi ekki lengur á henni að halda, það getur vel verið að það hafi verið gerð bylting meðan ég var einhverstaðar víðsfjarri í minni fantasíu, og að Lenín hafi verið steypt af stóli og það sé búið að setja upp Ikea-skilti í staðinn.
Konan í mér
Á Írlandi uppgötvaði ég að konan í mér var föst í tveimur hlutverkum, hlutverki píslarvottarins og hlutverki reiðu konunnar. Það vantaði allt jafnvægi, það var tóm þarna á milli, kæmi mér ekki á óvart þótt þar væri sársaukinn holdi klæddur sem er snillingur í að gera sig tilfinningalausan, og þarmeð fást engar upplýsingar, en allavega þegar ég kom heim þá fann ég þessa sem er á milli, hún bara svona skoðar þetta í rólegheitunum, og hlustar á samræðurnar.
Píslarvotturinn: Ég á ægilega bágt.
Reiða konan: Þú ert aumingi.
Píslarvotturinn: Ekki láta svona við mig.
Reiða konan: Það ætti að útmá þig.
Píslarvotturinn: Hvað hef ég gert.
Reiða konan: Þú hefur ekkert gert.
Píslarvotturinn: Ég geri alltaf allt.
Reiða konan: Þú ert lömuð af aumingjaskap.
Píslarvotturinn: Ekki slá mig.
Reiða konan: Ég kem ekki nálægt þér.
Píslarvotturinn: Hvert ertu að fara.
Reiða konan: Ég er farin.
Píslarvotturinn: Hvert ertu að fara. (Fær hóstakast) Hún er í kokinu á mér.
*
ps. Lestu samræðurnar aftur og hugsaðu þér að reiða konan segi ekki neitt. Það er þannig sem reiði mín hagar sér, hún þegir og beinist inná við. Og svo fær píslarvotturinn í magann. Dásamlegt líf.
Píslarvotturinn: Ég á ægilega bágt.
Reiða konan: Þú ert aumingi.
Píslarvotturinn: Ekki láta svona við mig.
Reiða konan: Það ætti að útmá þig.
Píslarvotturinn: Hvað hef ég gert.
Reiða konan: Þú hefur ekkert gert.
Píslarvotturinn: Ég geri alltaf allt.
Reiða konan: Þú ert lömuð af aumingjaskap.
Píslarvotturinn: Ekki slá mig.
Reiða konan: Ég kem ekki nálægt þér.
Píslarvotturinn: Hvert ertu að fara.
Reiða konan: Ég er farin.
Píslarvotturinn: Hvert ertu að fara. (Fær hóstakast) Hún er í kokinu á mér.
*
ps. Lestu samræðurnar aftur og hugsaðu þér að reiða konan segi ekki neitt. Það er þannig sem reiði mín hagar sér, hún þegir og beinist inná við. Og svo fær píslarvotturinn í magann. Dásamlegt líf.
26 desember 2007
Börn - besta íslenska bíómyndin
Var að horfa á Börn, íslenska bíómynd eftir Vesturport og Ragnar Bragason, snilldarverk, svo mikill léttir að sjá persónur sem voru ekki skáldaðar, með svona innilega flottar samræður, og ég engdist af tilfinningunum, ekki fara þangað, ekki opna dyrnar, ekki yfirgefa strákinn, og flottur leikur, endirinn var að vísu gjörsamlega útí hött, hún hefði átt að enda á slysó þegar læknirinn segir: Þetta slapp fyrir horn í þetta sinn. Og þessi strákur sem lék Guðmund lék svo vel, það léku allir svo vel, ég held þetta hafi verið svarthvítt. Og snarpólitískt ljóð.
Leynilegt samband við raunveruleikann
Ég var að hugsa um mann og ég var að verða vitlaus á honum því hann var á heilanum á mér, virkilega óþolandi, svo ég ímyndaði mér herbergi í heilanum þarsem hann væri og svo henti ég honum út, þá spratt upp undurfagurt blóm í herberginu og ég var hæstánægð, þetta blóm var hægt að nota í leikrit, virkilega skemmtilegt og fallegt blóm, og það fór vel á með okkur í nokkra daga þangað til ég var að verða vitlaus á blóminu, það var svo á sjálfan aðfangadag að undrið gerðist, ég þoldi þetta ekki mikið lengur og greip til ráðs sem ég þekkti en hafði gleymt og það var að hlusta, - á raunveruleikann, hinn ytri heim, og ég heyrði suðið í ísskápnum, suðið í tölvunni, pikkið í lyklaborðinu, skrjáfið í pappírnum, klippið í skærunum, og þegar ég fór til mömmu í mat heyrði ég marrið í snjónum, upp rann dásamlegur heimur, raunveruleikinn, hinn ytri heimur, blómið og maðurinn horfinn, og allt þetta suð og skrjáf og marr og glamrið í pottunum himneskir hljómar, ég heyrði í heiminum fyrir utan en ég hef ekkert heyrt í manninum.
LEYNILEGT SAMTAL VIÐ FJALL
Ég er meiraðsegja búin að spyrja fjall
hvað ég eigi að gera í sambandi við þig,
og fjallið sagði: Vertu þolinmóð.
Þetta átti sér stað á Kili í sumar.
Svarið kom mér í opna skjöldu,
ég hafði yfirleitt ekki búist við svari,
þessvegna hugsa ég stundum um þennan líparítshlúnk.
hvað ég eigi að gera í sambandi við þig,
og fjallið sagði: Vertu þolinmóð.
Þetta átti sér stað á Kili í sumar.
Svarið kom mér í opna skjöldu,
ég hafði yfirleitt ekki búist við svari,
þessvegna hugsa ég stundum um þennan líparítshlúnk.
24 desember 2007
Jólin
Það er svo gott þegar maður hefur fullkomið vald á einhverju einsog jólunum, þá koma líka tárin.
22 desember 2007
Björn Jörundur í Melabúðinni
Það var skorað á mig að koma við í Melabúðinni með Lásasmiðinn, ég sem hélt að allir væru búnir að fá leið á mér þar, en það glumdi um landið: Hva, verðurðu ekki í Melabúðinni!? Og þar hitti ég Björn Jörund vin minn með sína ómótstæðilegu rödd og gúddvill. Hann rak upp stór augu: Hva, ertu með nýja bók, ég hef ekkert séð hana auglýsta. Ég vil nú bara segja að það var eins gott að Björn Jörundur fékk að vita að ég væri með nýja bók, hann er fastur á gjafalistanum en fékk ekki bók í þetta sinn, bara útaf því hvað hann er sætur. Svo kom Siggi Skúla leikari sem er eilífðar unglingur og sagði: Hey, já þessi bók, rosalega skemmtileg kynning á henni. Og svo kom auðvitað minn fasti kúnni Jóhann Sigurjónsson fiskimálastjóri en það er eitt af mínu uppáhaldi að selja honum, og eini maðurinn sem getur látið mig skilja þorskstofninn og ég læt hann skilja jökulárnar. En þetta var svo yndislegt fólk, já mig langar að gefa konunni minni þessa bók, sagði maður sem ég þekkti ekki neitt. Og hangikjötslyktin og allt.
21 desember 2007
Kristín tengdadóttir mín og Lásasmiðurinn
Kristín konan hans Jökuls er 23 ára, hún er búin að lesa Heilræði lásasmiðsins var hrifin af bókinni. Ég er djúpt snortin af þakklæti. Kristín er gáfuð, einlæg fegurðardís og töffari sem ég tek mark á. Sumir segja það sé ekkert að marka vini og fjölskyldu þegar kemur að bókakrítík. En Hrafn bróðir minn segir: Það er mest að marka vini manns. Ég segi: Það er mest að marka tengdadæturnar.
Raggi Bjarna
Vitiði hvern ég hitti í kvöld í þættinum hjá Loga!!! Ragga Bjarna!!!! Jíííí... !!!Ef einhver getur búið til sveiflu þá er það hann.
Jólin eru að koma
og jólin eru svo falleg, friður, ljós, gjafir, eitthvað fallegt, Hulda og Valli komu í kaffi með Nínu og Braga, Kolbrá og Magdalena komu í kaffi, og færandi hendi með læri...namm. Svo var útskriftarveislu hjá Veru frænku minni Illugadóttur, og hún er alheimur útaf fyrir sig, allir voru svo fínir og sætir, og líka í sjónvarpinu þarsem ég, Hrafn og Unnur heimsóttum Loga sem var með jólin hjá sér. Á eftir ætla ég að pakka inn jólapökkum, og elska lífið.
Sjónvarpsfrétt
Lífið er ekki einleikið, mig vantar lásasmið. Lásinn í útidyrahurðinni er að fara fjandans til, skrúfurnar að detta úr og varla hægt að snúa lyklinum...
20 desember 2007
Bubbi: Klappað í stein
Bubbi er nú sætur, hann keypti sér Heilræði lásasmiðsins og las bókina, og er svona ánægður með hana: Þetta er þröskuldabrjótur, stórmerkileg bók, löngu eftir að við verðum farin þá á hún eftir að grípa inní. Þetta er klappað í stein.
Bubbi: Ég datt úr sófanum
Ég var að lesa upp með Bubba í kvöld, hann las magnaða sögu úr bókinni sinni: Að kasta flugu í straumvatn er að tala við guð. Þegar ég gekk í salinn rauk Bubbi á mig með fagnaðarlátum, það er ótrúlegt hvað hann er alltaf gefandi, og þakkaði mér fyrir viðtal á sjónvarpsstöðinni INNtv hjá Ásdísi Ólsen. Ég hló svo þegar ég var að hlusta á viðtalið, sagði hann, að ég datt úr sófanum.
Skiptu um lás
Heilræði lásasmiðsins eftir Elísabetu Jökulsdóttur er ekki saga um ást eða fallegt samband heldur sálarlífið á bak við atburðarásina. Hinn faldi veruleiki verður ljóslifandi á hverri blaðsíðu. Herbergi sálarlífsins sem hafa verið lokuð lengi opnast. Höfundur leggur upp í sjálfsskoðun af sjaldséðri einlægni og átakanlegri ástríðu. Hugurinn talar án ritskoðunar, allt skoðað og allir möguleikar rannsakaðir.
Við lestur bókarinnar er óhjákvæmilegt að líta á sjálfa sig og lífið útfrá víðara samhengi. Einstaklingurinn í nærsýn er töfrum líkur, er veröld sem virðist án enda ef við skoðum bara dýpra.
Sagan er líka um barnæskuna, litlu stelpuna sem er að reyna að skilja heim fullorðinna. Pabbastelpa með stóra hjartað sem alltaf slær til hans og þau skynja þarsem heimar þeirra mætast. Dásamleg ástarsaga dóttur til föður sem aldrei var til staðar í lifanda lífi en samt eru þau órjúfanleg heild, tilfinningarnar svo stórbrotnar að orðin eru máttlaus verkfæri en í staðinn er það andinn sem svífur yfir í þessari bók sem gefur þér visku tilað skilja meira.
Ekki bókstafir einir en líf, þú finnur lífið kvikna í lestri þessarar bókar sem snertir við öllum og öllu því hún hefur að geyma það sem við hugsum en ekki segjum.
Áslaug Einarsdóttir, tónlistarmaður. (Mbl. 20.des.2007)
Við lestur bókarinnar er óhjákvæmilegt að líta á sjálfa sig og lífið útfrá víðara samhengi. Einstaklingurinn í nærsýn er töfrum líkur, er veröld sem virðist án enda ef við skoðum bara dýpra.
Sagan er líka um barnæskuna, litlu stelpuna sem er að reyna að skilja heim fullorðinna. Pabbastelpa með stóra hjartað sem alltaf slær til hans og þau skynja þarsem heimar þeirra mætast. Dásamleg ástarsaga dóttur til föður sem aldrei var til staðar í lifanda lífi en samt eru þau órjúfanleg heild, tilfinningarnar svo stórbrotnar að orðin eru máttlaus verkfæri en í staðinn er það andinn sem svífur yfir í þessari bók sem gefur þér visku tilað skilja meira.
Ekki bókstafir einir en líf, þú finnur lífið kvikna í lestri þessarar bókar sem snertir við öllum og öllu því hún hefur að geyma það sem við hugsum en ekki segjum.
Áslaug Einarsdóttir, tónlistarmaður. (Mbl. 20.des.2007)
19 desember 2007
Hápunktarnir á Írlandi
1. Þegar ég sat á Café Divino við ána Liffey með tölvuna mína.
2. Þegar ég fór út að borða í Allihies með Claudiu 11 ára og Elaine 9 ára.
3. Þegar ég fór í fjallgöngu í Allihies og rakst á Roy Keane og Maríu Mey.
4. Þegar Heilræði lásasmiðsins kom í pósti í Fagrastræti.
5. Þegar Kristín kom og framkallaðist á flugvellinum.
6. Þegar ég spurði Peter Brook afhverju leikhúsið vantaði í leikhúsið.
7. Þegar ég hallaði mér uppað veggnum í Trinity á fullu tungli og fékk hugljómun um mastersritgerð.
8. Þegar litla betlarastelpan spilaði fyrir mig lagið sitt.
9. Þegar ég heyrði í Jökli í símanum. Og þegar ég talaði við Garp við vatnið.
10. Þegar ég týndi minnisbókinni í Malahide.
*
11. Þegar ég hitti Greg í fyrsta sinn, örlaganornina mína á Írlandi. (Hann mun aldrei fyrirgefa mér að vera númer 11, en þó hugsanlegt hann geri það ef ég kalla hann örlaganorn.)
2. Þegar ég fór út að borða í Allihies með Claudiu 11 ára og Elaine 9 ára.
3. Þegar ég fór í fjallgöngu í Allihies og rakst á Roy Keane og Maríu Mey.
4. Þegar Heilræði lásasmiðsins kom í pósti í Fagrastræti.
5. Þegar Kristín kom og framkallaðist á flugvellinum.
6. Þegar ég spurði Peter Brook afhverju leikhúsið vantaði í leikhúsið.
7. Þegar ég hallaði mér uppað veggnum í Trinity á fullu tungli og fékk hugljómun um mastersritgerð.
8. Þegar litla betlarastelpan spilaði fyrir mig lagið sitt.
9. Þegar ég heyrði í Jökli í símanum. Og þegar ég talaði við Garp við vatnið.
10. Þegar ég týndi minnisbókinni í Malahide.
*
11. Þegar ég hitti Greg í fyrsta sinn, örlaganornina mína á Írlandi. (Hann mun aldrei fyrirgefa mér að vera númer 11, en þó hugsanlegt hann geri það ef ég kalla hann örlaganorn.)
Lásasmiðurinn fær lof og prís
Hér kemur meira lof um sjálfa mig, eða þeas. lásasmiðinn, Lása litla einsog hann kallaður á mínu heimili, jamm, og minnir mig á að í bíómynd með Houdini var sagt: Lásar hafa ljóðrænt gildi.
En hún Unnur systir mín sem er afbragðs lesandi sagðist ekki skilja afhverju Lásasmiðurinn hefði ekki hlotið tilnefningu til Íslensku bókmenntaverðlaunanna, þetta væri undraverður texti, stíllinn svo góður, sagan svo mögnuð, og ég væri á einhverjum splúnkunýjum stað sem rithöfundur. Svo vitnað sé orðrétt í hana:
Þessi þrotlausu skrif þín hafa skilað árangri, og þú hefur náð einhverju alveg nýju stigi. Þessi bók hlýtur að teljast viðburður í bókmenntalífinu.
Hún var í fimmta kafla og ætlaði svo að gefa krítik á efnið, þetta var meira um formið. En tja tja tja. Ef einhver heldur að það sé ekkert að marka vini mína og fjölskyldu þá er það ekki svoleiðis, þetta er hörkulið, þrælvanir lesendur og maður hefur nú oft fengið að heyra það og meira en það. Sverrir bóndi í Selsundi og vinur minn hefur ekki verið hrifinn af mínum bókum hingað til. Ég bíð spennt eftir að vita hvað hann segir um Lása litla.
En hún Unnur systir mín sem er afbragðs lesandi sagðist ekki skilja afhverju Lásasmiðurinn hefði ekki hlotið tilnefningu til Íslensku bókmenntaverðlaunanna, þetta væri undraverður texti, stíllinn svo góður, sagan svo mögnuð, og ég væri á einhverjum splúnkunýjum stað sem rithöfundur. Svo vitnað sé orðrétt í hana:
Þessi þrotlausu skrif þín hafa skilað árangri, og þú hefur náð einhverju alveg nýju stigi. Þessi bók hlýtur að teljast viðburður í bókmenntalífinu.
Hún var í fimmta kafla og ætlaði svo að gefa krítik á efnið, þetta var meira um formið. En tja tja tja. Ef einhver heldur að það sé ekkert að marka vini mína og fjölskyldu þá er það ekki svoleiðis, þetta er hörkulið, þrælvanir lesendur og maður hefur nú oft fengið að heyra það og meira en það. Sverrir bóndi í Selsundi og vinur minn hefur ekki verið hrifinn af mínum bókum hingað til. Ég bíð spennt eftir að vita hvað hann segir um Lása litla.
Í einum rykk
Guðrún konan hans Gumma vinar míns las bókina í einum rykk.
Og hvað, spurði ég.
Nú, hún las hana í einum rykk. Hún vakti frameftir.
Og hvað, spurði ég.
Nú, hún las hana í einum rykk. Hún vakti frameftir.
Heimsveldið á Hólum
http://gudr.blog.is/blog/gudr/entry/394703/
Vinkona mín, Guðrún Helgadóttir á Hólum er að kommentera á Heilræði lásasmiðsins.
Ég er annars vöknuð, já. Það er þetta magnaða skammdegi úti. Ég hvarf og varð til í öðru landi, ég er að skrifa nokkrar bækur heima hjá mér, ég er að verða búin með eina, hún heitir Stærðfræðikenningin. En þetta er skemmtilegt sem Gunna segir um hina eða aðra. Kannski er lásasmiðurinn önnur bók en hún er. Svona galdrabók, þegar hún er lesin kemur ein saga í ljós, - og svo ÖNNUR.
Vinkona mín, Guðrún Helgadóttir á Hólum er að kommentera á Heilræði lásasmiðsins.
Ég er annars vöknuð, já. Það er þetta magnaða skammdegi úti. Ég hvarf og varð til í öðru landi, ég er að skrifa nokkrar bækur heima hjá mér, ég er að verða búin með eina, hún heitir Stærðfræðikenningin. En þetta er skemmtilegt sem Gunna segir um hina eða aðra. Kannski er lásasmiðurinn önnur bók en hún er. Svona galdrabók, þegar hún er lesin kemur ein saga í ljós, - og svo ÖNNUR.
Netið kemst í samband
Karlmenn eru öðruvísi en ég. Þeir kunna á netið. Netið mitt hefur legið niðri og í dag komst það í lag. Það komu fjórir karlmenn við sögu. Fyrst hringdi ég í SKO og lenti á engum öðrum en Sævari. Sævar er stórvinur minn, rappari og gefur út disk í febrúar. Hann hafði tekið eftir þessum fína dóm um lásasmiðinn í Fréttablaðinu og eftir strangar mælingar hélt hann að lan-línan væri biluð. Þá hringdi ég í Gústa vin minn sem kom og reif allt úr sambandi og setti aftur í sambandi og komst að því að ráderinn væri bilaður. Í því kom Heiðar skólafélagi minn og ég spurði hvort við værum ekki á leiðinni uppí Krókháls að ná í nýjan ráder og hann játti því en fyrst töluðum við um sálarlíf hans og Heiðar keypti lásasmið. Þess má geta að Gústi varð að fara eftir kaffið því hann var á leiðinni austur fyrir fjall og ég bað hann um að taka lásasmiðinn í Selsund. Þar er hann sennilega búinn að skipta um allar skrár, annars er það svona staður þarsem allt opnast af sjálfu sér og maður þarf bara að segja töfraorðin: Ég er komin. Heilræði lásasmiðsins eru reyndar líka töfraorð. Heiðar talaði um sálarlíf sitt í tvo klukkutíma og við þurftum að skipta um herbergi tilað gera því almennileg skil en fórum svo uppí Krókháls þarsem yndisleg afgreiðslustúlka stakk nýjum ráder í poka. Þegar ég kom heim setti ég allar snúrur í ráderinn og hugsaði: Ætli þurfi ekki að kveikja á þessu. Gústi hafði ekkert minnst á það, bara sagt mér hvar snúrurnar ættu að vera, þær áttu meðal annars að vera í lan-portinu. En það gerðist ekkert. Ég bilaðist þokkalega. Þessi ráder var örugglega ónýtur. Ég hringdi aftur í SKO og talaði alvöruþrungin við einhvern Ásgeir. Hann sagði mér að kveikja á rádernum og spurði svo hvort græni liturinn væri orðinn appelsínugulur, hann myndi ýta á takka hjá sér og eftir tíu mínútur ætti litabreytingin að hafa átt sér stað. Þá væri netið tengt. Mér fannst við hljóta að vera í einhverju tilfinningasambandi við svona galdra.
18 desember 2007
Um lásasmiðinn
Það var svo gott að lesa þessa bók að ég hélt um tíma að þetta væri hljóðbók,
en áttaði mig svo þegar ég þurfti að snúa mér á hina hliðina að svo var ekki.
Annars var tilfinningin lík og í Njálulestri þarsem maður þekkir sögusviðið nokkuð.
Djörf en góð bók.
Gústav Stolzenwald, prússneskur aðalsmaður
Hæ, las heilræðið sjálft á bókakvöldi á Kaffi Krók í síðustu viku - takk fyrir að koma því á prent, veitir ekkert af að fólk hætti að skammast sín!
Guðrún Helgadóttir, vísindamaður á Hólum
Forvitnileg.
Egill Helgason, sjónvarpsmaður
Hef tryggt mér eintak og hafið lesturinn. Og líkar vel. Stórvel.
Valgerður Benediktsdóttir, skáldkona
en áttaði mig svo þegar ég þurfti að snúa mér á hina hliðina að svo var ekki.
Annars var tilfinningin lík og í Njálulestri þarsem maður þekkir sögusviðið nokkuð.
Djörf en góð bók.
Gústav Stolzenwald, prússneskur aðalsmaður
Hæ, las heilræðið sjálft á bókakvöldi á Kaffi Krók í síðustu viku - takk fyrir að koma því á prent, veitir ekkert af að fólk hætti að skammast sín!
Guðrún Helgadóttir, vísindamaður á Hólum
Forvitnileg.
Egill Helgason, sjónvarpsmaður
Hef tryggt mér eintak og hafið lesturinn. Og líkar vel. Stórvel.
Valgerður Benediktsdóttir, skáldkona
17 desember 2007
Draumur - stærðfræðidæmi
Ég er skotin í manni og hann vill ekki sofa hjá mér svo ég fór að hugsa um annan en þá dreymdi mig hinn í tuttugu útgáfum, hann var í hverju herbergi.
Skipstjórinn vinur minn
Vinur minn Óskar Þórarinsson skipstjóri á Frá frá Vestmannaeyjum var að lesa Heilræði lásasmiðsins, og er yfir sig hrifinn, magnaður texti, segir hann, góð saga, hreinskilni og þú ferð inná svið sem hefur ekki verið farið inná áður. Kannski ný fiskimið ha ha ha. En það er óhætt að taka mark á manni sem hefur glímt við tólf metra háan ölduvegg og spilar jazz í brúnni.
Takk Óskar.
Takk Óskar.
15 desember 2007
13 desember 2007
Karlmenn
Heilræði lásasmiðsins er búin að bjarga einni manneskju frá því að hafa karlmenn á heilanum, þeas. sjálfri mér, - útí Dublin í september sl. skaut þessi tilfinningum djúpum rótum að það væri fleira í lífinu en að vera konstant ástfangin, og upptekin af karlmönnum, - ég vissi ekki þá hvað það var, en ég komst að því þremur dögum áðuren ég fór heim, -(Það er leyndarmál í bili) En það má ekki skilja orð mín svo að það sé eitthvað athugavert við karlmenn, ég er bara að segja að það sé ekki gott að hafa þá á heilanum, það er mikið betra að hafa þá annarstaðar.
Um lásasmiðinn
Öllum landamæravörðum var gefið frí þegar þessi bók var skrifuð.
Kristín Bjarnadóttir, skáld
Hver segir að bækur eigi að vera þægilegar.
Kolbrá Höskuldsdóttir, bókmenntafræðingur
Kristín Bjarnadóttir, skáld
Hver segir að bækur eigi að vera þægilegar.
Kolbrá Höskuldsdóttir, bókmenntafræðingur
09 desember 2007
Akkúrat þrír mánuðir
Lífið er stundum göldrótt, og ég er að fara heim, ég er nefnilega ekki komin heim frá Írlandi fyrren ég kem heim til mín, mig langaði alltaf svo mikið að Róbert kæmi að heimsækja mig á Írlandi, og svo kom hann að heimsækja mig í dag og þá var ég bæði á Írlandi og árið 1978 þegar ég bjó síðast á Drafnarstíg, tímarnir fléttuðust saman og dyrnar opnuðust, mig langaði að sjá Ísland í öðru ljósi og komst að því að Ísland er hótelherbergi með landslagsmyndum og þetta er ekkert venjulegt landslag, þetta er landslag sem skelfir og seiðir í senn. Og ég sá móður mína uppá nýtt með því að vera á Drafnarstíg og vera samt á Írlandi (af því ég var ekki komin heim frá Írlandi fyrren ég er komin heim) Það er nefnilega þetta með töfrana, það eru töfrar, lífið er svo skrítið og ég elska það svo heitt, einsog maðurinn sagði við mig: Ofcourse there is magic, when the ordinary becomes extraordinary.
Í augnablikinu er ég soldið hrædd að yfirgefa Írland þarsem ég sit á Drafnarstíg og skrifa þessi orð og fara á Framnesveginn, en ég veit að Framnesvegurinn hefur búið mig til og Ísland.
Þeir sem hafa hitt mig uppá síðkastið hafa hitt mig á Írlandi. Og ég get alltaf búið til soldið Írland. En það er leyndarmál hvernig ég fer að því. Púsl sem ég geymi í lófanum.
Í augnablikinu er ég soldið hrædd að yfirgefa Írland þarsem ég sit á Drafnarstíg og skrifa þessi orð og fara á Framnesveginn, en ég veit að Framnesvegurinn hefur búið mig til og Ísland.
Þeir sem hafa hitt mig uppá síðkastið hafa hitt mig á Írlandi. Og ég get alltaf búið til soldið Írland. En það er leyndarmál hvernig ég fer að því. Púsl sem ég geymi í lófanum.
Þegar Kristín heimsótti mig á Írlandi
Þá uppgötvaði ég að ég hafði byggt utanum mig klaustur, það var minn andlegi veruleiki, þetta var mitt Írland, ég var ein í því og sá það og skrifaði um það, það komst enginn inn. Þetta var skrítið því ég var alltaf að tala við fólk og alltaf á ferðinni en þegar Kristín vinkona mín kom uppgötvaði ég að ég bjó í klaustri og enginn mátti komast inn. Ég veit ekki útaf hverju, kannski af því ég var að sinna fræði og rannsóknarstörfum, ég var að gæta ástarinnar, sem var hvítt blóm einsog það væri samasemmerki milli ástarinnar og einmanaleikans sem var hvítt blóm, nei ástin var rauð blóm, mörg rauð blóm, sem flögruðu. Ég skildi að ég þarf einveru en þetta var ekki það, þetta var líka vernd. Ég átta mig ekki alveg á þessu, og gerði mér ekki grein fyrir því að Kristín kom. Hún kom nefnilega inní klaustrið og það var næstum óþægilegt. En samt gott. Af því það er gott að maður átti sig á því hvar maður er.
ps. Það eru bara fáir sem vita hvað ég meina með þessu klaustri, þetta er svokallaður andlegur veruleiki, ein hliðin á Heimsveldinu sem er sjónhverfingabústaður og ég segi frá í Lásasmiðnum. Breytist úr klaustri, í gat, í pípsjóbox, veg, og svo framvegis.
pps. Það er engin spurning að ég skrifaði Íslendingasögurnar í þessu klaustri.
ps. Það eru bara fáir sem vita hvað ég meina með þessu klaustri, þetta er svokallaður andlegur veruleiki, ein hliðin á Heimsveldinu sem er sjónhverfingabústaður og ég segi frá í Lásasmiðnum. Breytist úr klaustri, í gat, í pípsjóbox, veg, og svo framvegis.
pps. Það er engin spurning að ég skrifaði Íslendingasögurnar í þessu klaustri.
Sagt um Heilræði lásasmiðsins
Þú mátt vera stolt af þessari bók. Hún kemur róti á hugann einsog allar góðar bækur gera.
Guðmundur Andri Thorsson, rithöfundur
Kjörkuð, nærandi krufning á því hvað er að vera manneskja. Og skemmtileg.
Vilborg Halldórsdóttir, leikkona
Ég segi bravó fyrir þessum skrifum, sleppti henni ekki eina sekúndu. Hef ekki í annan tíma lesið bók þarsem er skrifað um kynlíf á svo teprulausan hátt.
Júlía Alexandra, blaðamaður
Goðsagnakennd.
Ásgeir Ingólfsson, blaðamaður
Sveiflaðist milli þess að finnast sögukona vera að segja mér of mikið og vilja fá að vita meira. Bráðskemmtileg...
Kristrún Heiða Hauksdóttir, krítiker
Einstök bók, hugrökk, falleg.
Ásdís Ólsen, sjónvarpskona
Það eru nokkrir dagar síðan ég lauk við að lesa þessa bók og ég hef verið að melta hana síðan. Bókin er í senn falleg og óvægin. Hún er bæði erfið og náin. Lesandinn ferðast með höfundi um hugarheima hennar, allt að innstu hjartarótum. Það var ekki auðvelt ferðalag, hvorki fyrir Elísabetu né mig.
Heilræði lásasmiðsins er sönn saga í bestu merkingu þess orðs, saga sem snertir lesandann og hreyfir við. Saga um ást, saga um þrá, saga um mannleg samskipti og saga um örlög. Athyglisvert er uppgjör Elísabetar við föður sinn, sérstaklega í ljósi bókar Hrafns Jökulssonar þar sem fram fer sambærilegt uppgjör af hans hálfu.
Saga Elísabetar og alls hennar fólks, bæði í raunheimum og hugarheimum, er ágeng og kröftug saga sem óhætt er að mæla með.
Runólfur Ágústsson, bókin á náttborðinu, 3 og hálf stjarna
Guðmundur Andri Thorsson, rithöfundur
Kjörkuð, nærandi krufning á því hvað er að vera manneskja. Og skemmtileg.
Vilborg Halldórsdóttir, leikkona
Ég segi bravó fyrir þessum skrifum, sleppti henni ekki eina sekúndu. Hef ekki í annan tíma lesið bók þarsem er skrifað um kynlíf á svo teprulausan hátt.
Júlía Alexandra, blaðamaður
Goðsagnakennd.
Ásgeir Ingólfsson, blaðamaður
Sveiflaðist milli þess að finnast sögukona vera að segja mér of mikið og vilja fá að vita meira. Bráðskemmtileg...
Kristrún Heiða Hauksdóttir, krítiker
Einstök bók, hugrökk, falleg.
Ásdís Ólsen, sjónvarpskona
Það eru nokkrir dagar síðan ég lauk við að lesa þessa bók og ég hef verið að melta hana síðan. Bókin er í senn falleg og óvægin. Hún er bæði erfið og náin. Lesandinn ferðast með höfundi um hugarheima hennar, allt að innstu hjartarótum. Það var ekki auðvelt ferðalag, hvorki fyrir Elísabetu né mig.
Heilræði lásasmiðsins er sönn saga í bestu merkingu þess orðs, saga sem snertir lesandann og hreyfir við. Saga um ást, saga um þrá, saga um mannleg samskipti og saga um örlög. Athyglisvert er uppgjör Elísabetar við föður sinn, sérstaklega í ljósi bókar Hrafns Jökulssonar þar sem fram fer sambærilegt uppgjör af hans hálfu.
Saga Elísabetar og alls hennar fólks, bæði í raunheimum og hugarheimum, er ágeng og kröftug saga sem óhætt er að mæla með.
Runólfur Ágústsson, bókin á náttborðinu, 3 og hálf stjarna
08 desember 2007
Emotional relationship with a shop
I created a emotional relationship with a store in Dublin, it was an antiq-shop standing at the north bank of Liffey where all the busses goes from. I saw it the second day in Dublin, there are two big wheeles outside, must be the fortuneswheeles from the witches in Macbeth. Inside there are all this old stuff, statues, hats, tables, and what I loved most: Eggs. From the period of Victoria, many eggs together in a box. 200 euros. I was lucky to be sick the last days, otherways I probably would have bought them. I used to come by and ask: How are my eggs. It was in this store I met Paddy and heard the Victim-Theory. And there I bought the red purse with all the diamonds to assure me I would become rich of my new book. And in this store I met the only Irishman who knew of the connection of Ireland and Iceland in the past and told me how St. Brendan went on his leather-boat (a football) to Iceland with his friends-munks and they made love to some Icelandic elf-ladies and thats how I came into this world. I dont remember the name of the merchant because I always called him St. Brendan and when I wasnt asking about my eggs, I asked, Hi St. Brendan, where is your leatherboat... in Liffey? He knew about Surtsey and knew some Icelandic Chessplayer Guðmundur, a very fine man, - Last time I saw him I praised his jacket and told him I must blog about his shop. Oh no, he said, dont tell anybody, this shop is a secret.
A little boy with a big sentence
I am still thinking of the little boy with his grandfather I met on the Pirah in Don Leary in Dublin. The little boy said to his grandfather as they walked by hand in hand: We are only here for a one minute. There is a long story behind that but I can assure you he was talking to me.
The conclusion
I had a very good critiq of The Locksmith in Iceland. There says f.ex: I felt that the author was telling me too much but at the same time I wanted to know more.
The main conclusion of this book must be this: How dangerous it is to lock yourself out.
The main conclusion of this book must be this: How dangerous it is to lock yourself out.
When Kristin came
I went to the airport. I waited. I wanted to shout and dance, I wanted to cry, I wanted to say nothing, I wanted to say something special. I stood there when she came. I saw her. She saw me. It was like magic.
When Kristin left
When my friend Kristin left after two days in Dublin with me, I felt a huge painful gap, it was more huge than painful though and I had to bear it alone because she was gone, I couldnt share it with anyone because that was my gap, and I was a little bit surprise because we have known each other for such a long time and know we will meet again, I guess I have created this gap before she came, protected it on the tangoball, in the trinity, over the bridge, in the bus, and when she left I couldnt protect it any longer.
Yes, it was a gap, or a abyss, or something like that, something she left, yes she left me the gap because she know I love the gap, always fishing from it.
I still dont understand this gap.
But I wanted her back instead of the gap.
Though I knew this gap was something very important.
Yes, it was a gap, or a abyss, or something like that, something she left, yes she left me the gap because she know I love the gap, always fishing from it.
I still dont understand this gap.
But I wanted her back instead of the gap.
Though I knew this gap was something very important.
My reading in Dublin
It was amazing, raining, leaving, high ceiling, dresses, tables, audience, master of ceremony, dark outside, in the darkside the monument of my favorite legend of Ireland, the story of the children from Lir, I was leaving, I had written a play because I knew I must do it before I left the country, flowers, raining, I was leaving, - there was reading from my books, three of them, but when we red the play in end, something happened, some magic, I cant describe it, it was like bling, like a space opened up and there came a sound, - telling me that my place is the theatre. And when I write those words I feel how hard it is to admit it, it was raining, I was leaving, amazing, flowers, this bling, or this space came from somewhere... me on stage.
The poetry pub in Dublin
I was in sauna in Dublin, - me and Una went swimming, Una was my swimming-princess, although she hasnt got the princess-syndrom, maybe she has, - anyway, I was in the sauna and told everybody I was a poet, and then a man repairing cars told me there was a pub in Dublin they always had poetry-reading.
Oh, where is that, I said.
If you cross the Millinium-bridge (pronounced millihimmmihimlmmimimmihniuuum) from the north bank of Liffey and go to right, there is this pub.
Cross the bridge and go right?
Yes, you remember the two ladies in stone?
Yes.
There is the bridge, go over the bridge and right.
Okay, thankyou.
Few days later I followed those instruction, there was a handsome beggar on the bridge, he gave a sign I was cool. There was a pub on the right side and I went inside, it was in the middle of day, a few people hanging there with guiness I suppose.
What you want love, the bartender said.
Oh, nothing for me, I am recovered alchoholic.
Understand love.
I was told here might be a poetry reading.
Here?
Yes, if I cross the bridge, go to right.
Never been here or anywhere around, never heard of it.
Okay, but I am poet and I could tell you a poem if you want to.
Sure love sure.
So I told them the poem I wrote in Dublin about the lonlyness.
My lonlyness
is a white flower
that opens up
in my chest.
Very good, the bartender said, is it the lonlyness that comes after having a beer.
No, its just the lonlyness, I said.
Then I bow, said thankyou and the audience clapped their hands. I opened the door and said: Now there is a pub where there is a poetry-reading, - if you cross the bridge and go to right.
Oh, where is that, I said.
If you cross the Millinium-bridge (pronounced millihimmmihimlmmimimmihniuuum) from the north bank of Liffey and go to right, there is this pub.
Cross the bridge and go right?
Yes, you remember the two ladies in stone?
Yes.
There is the bridge, go over the bridge and right.
Okay, thankyou.
Few days later I followed those instruction, there was a handsome beggar on the bridge, he gave a sign I was cool. There was a pub on the right side and I went inside, it was in the middle of day, a few people hanging there with guiness I suppose.
What you want love, the bartender said.
Oh, nothing for me, I am recovered alchoholic.
Understand love.
I was told here might be a poetry reading.
Here?
Yes, if I cross the bridge, go to right.
Never been here or anywhere around, never heard of it.
Okay, but I am poet and I could tell you a poem if you want to.
Sure love sure.
So I told them the poem I wrote in Dublin about the lonlyness.
My lonlyness
is a white flower
that opens up
in my chest.
Very good, the bartender said, is it the lonlyness that comes after having a beer.
No, its just the lonlyness, I said.
Then I bow, said thankyou and the audience clapped their hands. I opened the door and said: Now there is a pub where there is a poetry-reading, - if you cross the bridge and go to right.
07 desember 2007
Gleðidagur
1. Ég fékk að vita að ég væri orðin frísk.
2. Ég fékk skemmtilegan dóm í Fréttablaðinu, visir.is
3. Ég byrjaði á jólahreingerningu fyrir mömmu, á að koma henni á óvart.
4. Ég talaði við Huldu vinkonu mína, hún er að búa til hjálma tilað setja á sig og upplifa eitthvað. Ég sagði henni að Valli væri á hverju götuhorni á Írlandi.
5. Hrafn bróðir minn hringdi úr Trékyllisvík og er að reisa kirkjur á hverri þúfu og bauð mér að koma norður.
6. Unnur systir mín hringdi af því henni fannst svo gaman að heyra lesið úr Lásasmiðnum í gærkvöldi á Selfossi hjá Bjarna Harðarsyni vini mínum og skemmtilegasta þingmanninum. Hún bauð mér á jólamarkað.
7. Gummi vinur minn kom í hádeginu og færði mér læri með brúnni sósu, ég lét hann fá lásasmiðinn og bað hann um að lesa hann í kjötborðinu og segjast ekki geta hætt þegar viðskiptavinirnir kæmu. Hann sagði ég væri svo ungleg og liti svo vel út. Þegar ég hitti Gumma í gær batnaði mér mikið.
8. Elísabet Ronalds vinkona mín hringdi og bað mig um að sækja Loga son hennar á Drafnarborg, ég gerði það og Logi kallaði mig ömmu. Svo sat hún að tedrykkju, ég gaf henni smágjöf frá Írlandi, og hún hélt ekki vatni yfir Lásasmiðnum. Svo fengum við okkur meira te. Krús hvað var gaman að sjá hana.
9. Svo kom Máni!!!Uppáhaldsfrændi minn. Með Aþenu rottweilerhundinn sinn. Hann hafði ekki fengið kortið frá mér, fannst upphafsorð Lásasmiðsins góð innkoma og var þotinn.
10. Garpur hringdi og ég sagði eins gott, mömmur eru svo fljótar að fá höfnunarkennd, hann óskaði mér til hamingju með dóminn, og Ingunn bað að heilsa, og ég hlakka svo tilað fara til þeirra og sjá parketið sem ég held að bumbukrílið hafi lagt meðan þau sváfu. Þau hinsvegar halda að þau hafi lagt parketið.
11. Garpur sagði að Jökull og Kristín kæmu á mánudag. Jibbí. Krús!!!
12. Já, svo er ég bara enn í jólahreingerningu og chilli og á leiðinni í heitt bað, hætti við að fara á AA-fund og í heitapottinn en get varla beðið, helst að einhver komi og keyri mig.
13. Ást í hjarta.
2. Ég fékk skemmtilegan dóm í Fréttablaðinu, visir.is
3. Ég byrjaði á jólahreingerningu fyrir mömmu, á að koma henni á óvart.
4. Ég talaði við Huldu vinkonu mína, hún er að búa til hjálma tilað setja á sig og upplifa eitthvað. Ég sagði henni að Valli væri á hverju götuhorni á Írlandi.
5. Hrafn bróðir minn hringdi úr Trékyllisvík og er að reisa kirkjur á hverri þúfu og bauð mér að koma norður.
6. Unnur systir mín hringdi af því henni fannst svo gaman að heyra lesið úr Lásasmiðnum í gærkvöldi á Selfossi hjá Bjarna Harðarsyni vini mínum og skemmtilegasta þingmanninum. Hún bauð mér á jólamarkað.
7. Gummi vinur minn kom í hádeginu og færði mér læri með brúnni sósu, ég lét hann fá lásasmiðinn og bað hann um að lesa hann í kjötborðinu og segjast ekki geta hætt þegar viðskiptavinirnir kæmu. Hann sagði ég væri svo ungleg og liti svo vel út. Þegar ég hitti Gumma í gær batnaði mér mikið.
8. Elísabet Ronalds vinkona mín hringdi og bað mig um að sækja Loga son hennar á Drafnarborg, ég gerði það og Logi kallaði mig ömmu. Svo sat hún að tedrykkju, ég gaf henni smágjöf frá Írlandi, og hún hélt ekki vatni yfir Lásasmiðnum. Svo fengum við okkur meira te. Krús hvað var gaman að sjá hana.
9. Svo kom Máni!!!Uppáhaldsfrændi minn. Með Aþenu rottweilerhundinn sinn. Hann hafði ekki fengið kortið frá mér, fannst upphafsorð Lásasmiðsins góð innkoma og var þotinn.
10. Garpur hringdi og ég sagði eins gott, mömmur eru svo fljótar að fá höfnunarkennd, hann óskaði mér til hamingju með dóminn, og Ingunn bað að heilsa, og ég hlakka svo tilað fara til þeirra og sjá parketið sem ég held að bumbukrílið hafi lagt meðan þau sváfu. Þau hinsvegar halda að þau hafi lagt parketið.
11. Garpur sagði að Jökull og Kristín kæmu á mánudag. Jibbí. Krús!!!
12. Já, svo er ég bara enn í jólahreingerningu og chilli og á leiðinni í heitt bað, hætti við að fara á AA-fund og í heitapottinn en get varla beðið, helst að einhver komi og keyri mig.
13. Ást í hjarta.
To Una and Corn Flex
I am back home in Iceland, have been sick all weak but now feeling but, I cant find your mobile number, my email is ellastina@hotmail.com and my mobile 00354 848 5302. I have thought about you a lot and remember you and Greg saying good bye in the dark blue morning. And to Iceland which is pink and purple those days and even snowing for Elisabet. Love you a lot and please read this and write me an email. I have not all my stuff yet because I live at my mothers house and get my own apartment on Monday.
Tell Corn Flex he is now famous in Iceland.
Tell Corn Flex he is now famous in Iceland.
Læst úti
Mikilverðasti lærdómur þessarar bókar hlýtur að vera sá hversu hættulegt það er að læsa sjálfa sig úti.
(Kristrún Heiða Hauksdóttir, Fréttablaðinu, 7.12.2007)
Mig langar mest eitthvað langt í burtu, - að skrifa, eða kaupa fullt fullt af jólagjöfum, svo þarf ég að kaupa nýtt rúm og þvottavél, en bara þarsem er friður og tölvan mín, og einhver sætur. Og lesa, ég er að lesa núna From Beirut to Jerusalem. Meiriháttar vel skrifuð, neglir mann niður. Svo er birtan bleik.
(Kristrún Heiða Hauksdóttir, Fréttablaðinu, 7.12.2007)
Mig langar mest eitthvað langt í burtu, - að skrifa, eða kaupa fullt fullt af jólagjöfum, svo þarf ég að kaupa nýtt rúm og þvottavél, en bara þarsem er friður og tölvan mín, og einhver sætur. Og lesa, ég er að lesa núna From Beirut to Jerusalem. Meiriháttar vel skrifuð, neglir mann niður. Svo er birtan bleik.
Ég sveiflaðist...
"Ég sveiflaðist milli þess að finnast sögukonan vera að segja mér of mikið og vilja fá að vita meira." Þetta segir Kristrún Heiða Hauksdóttir gagnrýnandi í ágætum dómi um Lásasmiðinn í Fréttablaðinu í dag. Þetta er svona dómur sem höfundurinn sjálfur græðir á að lesa. Mjög vel unninn og inspírandi. Birti hann í heild sinni síðar í dag. Og þrjár stjörnur: Venus, Júpíter og Mars.
Af veikindum mínum er það að frétta að mér er batnað, Sveinn Rúnar Palestínulæknirinn minn sagði að sennilega hefði þetta verið lungnakvef og ekki lungnabólga, ég er soldið miður mín að geta ekki flaggað lungnabólgunni lengur en hef sennilega læknast útaf tuðinu í mömmu. Eða frekar hangikjötinu, plokkfiskinum og andanum góða sem hún hefur sáð hér á þessu goðsagnasetri sínu: Skáholti.
Það var líka hressandi að heyra frá Gumma vini mínum, hann er að koma hingað með lambalæri, og eftir samtalið við hann í gær skrifaði ég Seamus Heaney.
Kíkið á dóminn í Fréttablaðinu.
Ást í hjarta.
Af veikindum mínum er það að frétta að mér er batnað, Sveinn Rúnar Palestínulæknirinn minn sagði að sennilega hefði þetta verið lungnakvef og ekki lungnabólga, ég er soldið miður mín að geta ekki flaggað lungnabólgunni lengur en hef sennilega læknast útaf tuðinu í mömmu. Eða frekar hangikjötinu, plokkfiskinum og andanum góða sem hún hefur sáð hér á þessu goðsagnasetri sínu: Skáholti.
Það var líka hressandi að heyra frá Gumma vini mínum, hann er að koma hingað með lambalæri, og eftir samtalið við hann í gær skrifaði ég Seamus Heaney.
Kíkið á dóminn í Fréttablaðinu.
Ást í hjarta.
05 desember 2007
Ég á að vera í rúminu
Það segir læknirinn, ég var á leið á frumsýningu þegar mér datt í hug að hringja í hann, en ég var í klukkutímasjónvarpsviðtali í morgun við fallega og sniðuga konu, Ásdísi Olsen í þættinum Reynslunni ríkari. Hægt að nálgast á visir.is ef einhver kann að fara inná það, ef ég er ekki nógu sæt þá er það lungnabólgan svo ekki hætta að elska mig. Lásasmiðurinn er kominn út og er kominn í bókabúðir. Mamma er að elda hangikjöt.
Myndirnar hér til hliðar tók Kristín Bjarnadóttir vinkona mín og eru eini vitnisburðurinn að ég hafi verið í Dublin, ein mynd af mér og Andrew Keane leikara sem var kynnir á Elísabetarkvöldinu, svo Greg litli landlordinn minn, ég á brúnni en þar stoppaði ég alltaf (þetta er orðin fortíð!!!) tilað ná raunveruleikatengingu og hugsa: Ég er í Dublin, svo ein af mér og James Joyce, við eigum það sameiginlegt að we put everything in, og svo auðvitað tangódísin sjálf og bjútí-ið Kristín.
Myndirnar hér til hliðar tók Kristín Bjarnadóttir vinkona mín og eru eini vitnisburðurinn að ég hafi verið í Dublin, ein mynd af mér og Andrew Keane leikara sem var kynnir á Elísabetarkvöldinu, svo Greg litli landlordinn minn, ég á brúnni en þar stoppaði ég alltaf (þetta er orðin fortíð!!!) tilað ná raunveruleikatengingu og hugsa: Ég er í Dublin, svo ein af mér og James Joyce, við eigum það sameiginlegt að we put everything in, og svo auðvitað tangódísin sjálf og bjútí-ið Kristín.
03 desember 2007
Ég er komin heim
Ég er komin heim til Íslands og sit í hettupeysunni minni á Drafnarstíg með lungnabólgu. Það hefur alltaf verið minn metnaður í lífinu að fá ekki lungnabólgu en við hverju er að búast þegar maður hefur sigrað keltneska tígurinn. Já, ég er komin heim og er hjá mömmu, það hefur alltaf verið minn metnaður í lífinu að fara aldrei aftur heim til mömmu en við hverju er að búast þegar maður á svona yndislega mömmu. Mamma bauð mér að vera í nokkra daga af því ég er húsnæðislaus og eldaði handa mér exotískan fiskrétt. Og svo fór hún í partí.
Ég sef í gamla herberginu mínu og fann áðan fyrir þessari sextán ára sem orti rómantísk ljóð, og var að springa af orku ánþess að vita það. Svo kem ég og segi henni það.
Ég sef í gamla herberginu mínu og fann áðan fyrir þessari sextán ára sem orti rómantísk ljóð, og var að springa af orku ánþess að vita það. Svo kem ég og segi henni það.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)