18 desember 2007

Um lásasmiðinn

Það var svo gott að lesa þessa bók að ég hélt um tíma að þetta væri hljóðbók,

en áttaði mig svo þegar ég þurfti að snúa mér á hina hliðina að svo var ekki.

Annars var tilfinningin lík og í Njálulestri þarsem maður þekkir sögusviðið nokkuð.

Djörf en góð bók.

Gústav Stolzenwald, prússneskur aðalsmaður


Hæ, las heilræðið sjálft á bókakvöldi á Kaffi Krók í síðustu viku - takk fyrir að koma því á prent, veitir ekkert af að fólk hætti að skammast sín!

Guðrún Helgadóttir, vísindamaður á Hólum


Forvitnileg.

Egill Helgason, sjónvarpsmaður


Hef tryggt mér eintak og hafið lesturinn. Og líkar vel. Stórvel.

Valgerður Benediktsdóttir, skáldkona

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

það endar með því að ég held jólin á heimsveldinu, það eru ótrúlegar margar heimsóknir, og vinir mínir svona skáldmæltir, ... þessi fíni auglýsingatexti, segiði svo að lásasmiðurinn sé ekki auglýstur þótt útgefandinn geti ekki auglýst hana, fólk er farið að taka svo eftir því að það er að verða ákveðin auglýsing, mér finnst þetta samt ansi fúlt, skítt.

en ég ætti kannski að gefa út bók fyrir jólin.

elísabet