Fyrir þremur árum uppgötvaði ég að ég var föst í absúrdheimi og var meiraðsegja orðin nokkuð góð í honum, og í gærkvöldi uppgötvaði ég að ég var föst í ævintýraheimi og einmitt orðin þokkalega góð í honum líka, en þetta gengur ekki lengur, ég gæti auðvitað farið í krísu, og hugsað ókei, ég endurnýja ævintýraheiminn, eða absúrd heiminn, en það sem gerist í þessum báðum heimum, að hin fínni blæbrigði tapast.
Og þessi sjálfvirka vél sem hægt er að kalla svo sem lífið er, hún slekkur á sér, því ævintýrasagnaritarinn og absúrdskáldið ráða svo miklu, jafnvel þótt maður lúti lögmálunum.
Svo ég stend núna á nýjum tímamótum, nýjum þröskuldi, við þröskuldinn, dyrnar eru opnar, er flugeldasýning, nei, það er myrkur, nei það er ekki neitt, ég er ekki byrjuð að búa neitt til.
Kannski bara hætta þessu kjaftæði og anda inní nýjan heim.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli