Lífið er stundum göldrótt, og ég er að fara heim, ég er nefnilega ekki komin heim frá Írlandi fyrren ég kem heim til mín, mig langaði alltaf svo mikið að Róbert kæmi að heimsækja mig á Írlandi, og svo kom hann að heimsækja mig í dag og þá var ég bæði á Írlandi og árið 1978 þegar ég bjó síðast á Drafnarstíg, tímarnir fléttuðust saman og dyrnar opnuðust, mig langaði að sjá Ísland í öðru ljósi og komst að því að Ísland er hótelherbergi með landslagsmyndum og þetta er ekkert venjulegt landslag, þetta er landslag sem skelfir og seiðir í senn. Og ég sá móður mína uppá nýtt með því að vera á Drafnarstíg og vera samt á Írlandi (af því ég var ekki komin heim frá Írlandi fyrren ég er komin heim) Það er nefnilega þetta með töfrana, það eru töfrar, lífið er svo skrítið og ég elska það svo heitt, einsog maðurinn sagði við mig: Ofcourse there is magic, when the ordinary becomes extraordinary.
Í augnablikinu er ég soldið hrædd að yfirgefa Írland þarsem ég sit á Drafnarstíg og skrifa þessi orð og fara á Framnesveginn, en ég veit að Framnesvegurinn hefur búið mig til og Ísland.
Þeir sem hafa hitt mig uppá síðkastið hafa hitt mig á Írlandi. Og ég get alltaf búið til soldið Írland. En það er leyndarmál hvernig ég fer að því. Púsl sem ég geymi í lófanum.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli