18 janúar 2009

Keanó - hvolpurinn sanni

Keanó er lítill hvolpur í Greensboro, Kristín og Jökull eiga hann, hann kom á eftir Zizou, hann var agnarlítill þegar hann kom og einna líkastur Forest Whitaker í framan, Kristín var með í fanginu fyrst, hann er svo mikill töffari, en líka algjört beibí, hallar undir flatt af forvitni og undrun, skottast, maskaralegur myndi Kristinn á Dröngum segja og meinar þá að hann lætur engan bilbug á sér finna, enda er hann óhræddur að leika við stóru hundana í Dog Park, ég sakna Keanó og einlægni hans og baráttuvilja.

Klesstan Keanó Klesstan
klófestu bitann bestan.
Fær í sjó flestan
fæddur fyrir vestan.

*

Leggur sig með litla rófu
langar að verða stór.
Vaknar svo með skott á tófu
skrautlegur hvolpaþór.

*

Borðar einsog botlaus hít
byrjar á gæsaskít.
Klippir svo í sundur orma
sæll á eftir, fer að dorma.

*

Keanó er krútt
einsog Kristín
Í honum er fútt
fríður og skín.

*

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Æðislegt ljóð.
Ég setti inn myndir inná www.zizouogkeano.dyraland.is af indjánaferðinni, jólunum, fjallgöngunni og ýmsu fleira. Kíktu endilega á :)

Nafnlaus sagði...

takk elskan mín,

var að finna kjúklingauppskriftir eftir þér,

kíki á síðuna, takk takk,

þín elísabet

Nafnlaus sagði...

æ, ég virðist í tölvu sem fattar ekki dýraland, prófa aftur á eftir,
ég er svooooo spennt að sjá myndirnar. ekj