Hitið poka með hrísgrjónum og ilmjurtum og setjið á axlirnar.
Berið á ykkur ilmvatn fyrir svefninn.
Snúið ykkur einsog kópur í sundlauginni.
Setjið á ykkur varalit þegar þið eruð einar heima.
Gangið á háhælaskónum að gamni.
Segið "Til fjandans með hann" í staðinn fyrir að spyrja í sífellu: "Afhverju hringir hann ekki!!?"
Þetta fjandans skerpir sælusjúka vitundina.
Takið nokkur dansspor í eldhúsinu en ekki fara eitthvað að dansa.
Sláið nokkrar nótur á píanóið, ekki semja heilt píanóverk.
Ekki vera alltaf að taka til.
Setjið stundum smá rusl á gólfið eða eina flík og segið: Nú er fínt.
Vökvið blómin.
Þrífið baðið.
Látið svörtu hanskana sjást, ekki loka þá niðrí kommóðu.
Dáist að örbylgjuofninum.
Leigið videóspólu þegar þið hafið klárað handritið.
Málið útidyrahurðina.
Burstið tennurnar lengi, ekki af skyldu heldur af nautn.
Kveikið á lampanum í glugganum á morgnana tilað gleðja vegfarendur, sérstaklega fyrir börnin.
Dáist að því hvað er inní ísskáp.
Blandið saman í skál, ávöxtum og steinum.
Kveikið á kerti, það kallar fram sál hússins.
Ekki kveikja á fleiri kertum, það mengar.
Munið að eiga alltaf eldspýtur.
Munið að eiga flottar nærbuxur.
Munið eftir sætum orðum einsog: Elísabet þú ert svo mikið krútt, þú ert krútthali.
Gerið lista yfir það sem er gott fyrir ykkur og hengið upp. Þegar ykkur líður illa veljið eitt atriði af listanum.
23 febrúar 2009
In-your-face book
Það hringir enginn í mig, ekki hræða, enginn bankar, símarnir steindauðir, engin komment, ekki orð, ég fór að hugsa, er ég svona leiðinleg, eru allir svona áhyggjufullir útaf sýndar-kreppunni en þá rann það upp fyrir mér, það eru allir á Andlitsbókinni.
*
*
19 febrúar 2009
Embla Karen 1 árs
Í dag er Embludagurinn, þá eru allir sjóliðsforingjar og flota í hafinu, Hún Embla Garps og Ingunnardóttir ömmustelpa er orðin eins ár, eitt komið í lífi hennar, ég er búin að hugsa til hennar í allan dag og söng afmælissönginn fyrir hana í bláa sófanum. Prinessan ætlar svo að veita pökkum og aðdáendum sínum áheyrn á laugardaginn....svo á morgun fer ég í bæinn að kaupa fallega gjöf, handa þessa stúlku sem hefur lykilinn að hjartanu í sínu hjarta.
Embla Karen yndisfríð
elska þig alla tíð.
Komin vel á annað ár
amma sendir gleðitár.
Embla Karen yndisfríð
elska þig alla tíð.
Komin vel á annað ár
amma sendir gleðitár.
18 febrúar 2009
Réttir dagsins
Í morgun borðaði ég skyr með bláberjum, hörfræjum og prótíni, og á eftir ætla ég að steikja kjúklingabringur með lífrænt ræktuðum kartölfum. Og fá mér appelsínusafa með, nýkreistan, og setja banana útí skyrið á morgun, svo keypti ég líka rjóma.
16 febrúar 2009
Elísabet fer í bæinn
Ég fór í bæinn í dag í sumarkápunni minni því ég grennist um kíló á dag og í dag er bolludagurinn, ég skrifaði fjóra kafla í handritið mitt í morgun og undirbjó aðra tíu, þetta er allt að smella, markmiðið er að vera búin fyrir næstu mánaðamót, ég vaknaði upp við það að enginn hefði samband við mig, en sennilega er það öfugt, ég hef ekki samband við neinn, ég kíki ekki einusinni inná hina víðfrægu bloggsíðu kex sem Katrín Dagmar rekur, svo fór ég á pósthúsið og póstlagði þrjú eintök af Dagbók prinsessu og þrautum úr barnablaði moggans til Spánar þarsem þær búa Alexía, Jóhanna og Mánadís, fór svo að láta ljósrita engilinn minn, ekki í sex hundruð milljón eintökum einsog Helgi stakk uppá, og svo mynd sem Jökull gerði þegar hann var lítill, en hann er nú í Mexíkó, og Kristín er hér heima og mamma hennar að passa fegurstu hunda heims, svo fékk ég hugboð um að skreppa á kaffi Hljómalind og ætlaði að hætta við þegar ég minntist orða Kolbrár systur minnar, um að sjá fallega karlmenn, en þeir eru nú flestir aðeins of ungir fyrir mig hér, en það er sama, hér sit ég, einmana, yfirgefin, hugsandi, það rignir og ég hef ekki fundið neina leið tilað græða á kreppunni, en sumir eru að selja jeppa úr landi, en ég er búin að synda og synda og hér er morgunmaturinn minn:
Hálft kíló af skyri.
Stór skeið af próteini.
3 tsk. sykur.
Nokkur hörfræ.
Berjablanda, bláber, jarðarber, hindber.
Sletta af mjólk eða vatni eftir atvikum.
Svo er þetta hrært í mixernum.
Á föstudaginn steikti ég folaldasnitsel og át með fjórum kartöflum eftir að hafa næstum orðin skotin í strák í Nóatúni.
Á morgun er Sprengidagur og ég hlakka mikið til, jafnvel að hugsa um að búa til súpu sem ég er snillingur í en í hana set ég alltaf vænan bita af beikoni.
Svo er ég búin að taka djúsí greipaldin út úr ísskápnum, hún bíður mín þegar ég kem heim. En nú er ég að drekka orkudrykkinn Akvaríus. Nammi namm.
Í gær borðaði ég gómsætt gúllas hjá Elísabetu Ronalds og flestum hennar mörgu börnum.
Já, morgunmaturinn er líka þrír sopar af lýsi, og vítamín.
Það er gaman að lifa.
Hálft kíló af skyri.
Stór skeið af próteini.
3 tsk. sykur.
Nokkur hörfræ.
Berjablanda, bláber, jarðarber, hindber.
Sletta af mjólk eða vatni eftir atvikum.
Svo er þetta hrært í mixernum.
Á föstudaginn steikti ég folaldasnitsel og át með fjórum kartöflum eftir að hafa næstum orðin skotin í strák í Nóatúni.
Á morgun er Sprengidagur og ég hlakka mikið til, jafnvel að hugsa um að búa til súpu sem ég er snillingur í en í hana set ég alltaf vænan bita af beikoni.
Svo er ég búin að taka djúsí greipaldin út úr ísskápnum, hún bíður mín þegar ég kem heim. En nú er ég að drekka orkudrykkinn Akvaríus. Nammi namm.
Í gær borðaði ég gómsætt gúllas hjá Elísabetu Ronalds og flestum hennar mörgu börnum.
Já, morgunmaturinn er líka þrír sopar af lýsi, og vítamín.
Það er gaman að lifa.
09 febrúar 2009
Faðmlagið
Mig langaði að faðma þig lengur,
- ekkert alvarlegt.
*
Ég er með faðmlag á heilanum
sem getur staðið lengi,
af því tíminn hverfur þar.
*
Bara tilað hvílast, einsog þetta væri staður
- tilað hvílast.
*
Kannski er þetta konan sem hefur haldið
heiminum uppi, hún vill vera föðmuð.
*
Ég er með löng faðmlög á heilanum,
löng, löng, löng faðmlög.
- ekkert alvarlegt.
*
Ég er með faðmlag á heilanum
sem getur staðið lengi,
af því tíminn hverfur þar.
*
Bara tilað hvílast, einsog þetta væri staður
- tilað hvílast.
*
Kannski er þetta konan sem hefur haldið
heiminum uppi, hún vill vera föðmuð.
*
Ég er með löng faðmlög á heilanum,
löng, löng, löng faðmlög.
04 febrúar 2009
Kristjón og Ingunn eiga afmæli
Kristjón elsti sonur minn og Ingunn yngsta tengdadóttir mín, kona Garps og mamma Emblu og snillingur af guðsnáð einsog Kristjón sem er á Spáni með fjölskyldunni, - eiga afmæli í dag, stórmerkilegt. Þau eru vatnsberar en vatnsberar eru sérstakir að því leyti að ég myndi segja að til væri sérstök vatnsberaátt sem sumt kemur úr, einsog skynsemi, húmor, viðhorf, hlýja.
Hér er kuldasólarblíða, tannlæknirinn segir hann hafi sjaldan séð eins flott gróið sár, enda saumuðu englar það saman. Fór í Smáralindina með Huldu og Valla sem eru með skemmtilegra fólki og gaman að vera með, og litlu börnunum þeirra.
Sá Husky hunda á leiðinni og fékk Husky kast!
En til hamingju með afmælin!!!! Ást og ást.
Það er svo yndislegt að þið hafið komið í heiminn.
Nýjasta æðið mitt er trönuberja-vínberja-safi, ástin, lífið, sólin og sólskinið.
Hér er kuldasólarblíða, tannlæknirinn segir hann hafi sjaldan séð eins flott gróið sár, enda saumuðu englar það saman. Fór í Smáralindina með Huldu og Valla sem eru með skemmtilegra fólki og gaman að vera með, og litlu börnunum þeirra.
Sá Husky hunda á leiðinni og fékk Husky kast!
En til hamingju með afmælin!!!! Ást og ást.
Það er svo yndislegt að þið hafið komið í heiminn.
Nýjasta æðið mitt er trönuberja-vínberja-safi, ástin, lífið, sólin og sólskinið.
03 febrúar 2009
A poem to his patients (working on it)
Tell them about the woman in Iceland
who landed on earth,
by crawling from the sea,
drove to the vulcano
to masturbate in the lava-field,
danced around the rocks,
dig a hole in the ground
to make a space for love,
had some more coffee and sigarette,
put flowers into her hair
so the angels would recognize her,
went into the graveyard
to have a proper soil.
Drove the road with elves,
into bleeding madness,
recovering by getting worse,
counted on ideas in her head
because everything was strange,
searching and searching,
listening to the vulcano breath,
talking to mountains, crying there,
throwing her self into glacier-river
so the birds would take her away,
finally seeing her childrens eyes,
finally solution, some lithium,
straight from the earth,
and the inner wound
started healing.
who landed on earth,
by crawling from the sea,
drove to the vulcano
to masturbate in the lava-field,
danced around the rocks,
dig a hole in the ground
to make a space for love,
had some more coffee and sigarette,
put flowers into her hair
so the angels would recognize her,
went into the graveyard
to have a proper soil.
Drove the road with elves,
into bleeding madness,
recovering by getting worse,
counted on ideas in her head
because everything was strange,
searching and searching,
listening to the vulcano breath,
talking to mountains, crying there,
throwing her self into glacier-river
so the birds would take her away,
finally seeing her childrens eyes,
finally solution, some lithium,
straight from the earth,
and the inner wound
started healing.
Fróðleiksmoli
Við erum með taugafrumur. Á taugafrumunum eru svona sælubollar. Ef maður fær völd þá fjölgar sælubollunum, og maður getur tekið við meiri vímu, sælu eða hvað sem maður kýs að kalla það.
En hversu margir sælubollar eru á þessum taugafrumum, þá verður maður að vera api inní búri og ráða yfir öðrum apa svo þetta virki allt saman.
En hversu margir sælubollar eru á þessum taugafrumum, þá verður maður að vera api inní búri og ráða yfir öðrum apa svo þetta virki allt saman.
Fórnarlambið
Einu sinni var kona sem vildi ekki fara úr fórnarlambshlutverkinu því þar var allt til alls, heitt og kalt vatn til að láta renna á hendurnar og sápa.
Allt gekk vel
Já, nú er aðgerðin búin og allt gekk vel. Ég fékk litla beinamylsnu tilað japla á tilað vera einsog persóna í Samúel Beckett leikriti, eða bók, ég held að þessi mylsna sé gamalt frónkex úr verksmiðjunni frá Patreksfirði. Alltaf haldið uppá Patrek. Ella Stína Patrekur. En hin hliðin á málinu er sú að ég fékk ekki mylsnu, heldur nautabein og nú stendur beinið sitthvorumegin út úr holdinu, andlitinu já, svo enginn kemst að mér, sérstaklega enginn karlmaður með konfektkassa og blóm og silkinærfötu, heldur bara get ég gert mína hluti í friði og grúft mig yfir skriftirnir, sem eru einmitt svona einsog leki úr gömlum ofni frá kreppunni 1926.
En ég þakka stuðninginn.
Ella Stína Naut.
En ég þakka stuðninginn.
Ella Stína Naut.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)