15 september 2011

Jökulsdóttir horfir á heiminn

Lítið dásamlegt barn er komið í heiminn, hún Jökulsdóttir og Kristínar, með kolsvart hár og augu heimsins, heimurinn er ekki samur eftir að hún hefur horft á hann, hann pússlast allur saman og verður almennilegur heimur, iðar í skinninu eftir að hún opni augun á morgnana og horfi á hann, og svo sæll allan daginn að hún skuli vera horfa og hafa þau opin, augun eru dimm og djúp, viðkvæm og blíð, göldrótt og gáfuleg, eitthvað alveg nýtt í heiminum, nýjustu augun í heiminum og þess vegna verður heimurinn aldrei eins eftir að þessi augu fóru að opnast og horfa á hann, heimurinn verður stundum feiminn, alsæll, sterkur, fagur, titrandi, umfram allt heimur, og svo þegar hún fer að sofa á kvöldin titrar heimurinn af hamingju og bíður þess það komi morgun og hún litla Jökulsdóttir fari að horfa á sig.

Engin ummæli: