29 september 2011

Svefnloftið

Það er þungt loft á svefnloftinu, ég opna gluggann, hann er einsog bátsgluggi og við stímum til hafs, búin að skoða myndir af Jökulsdóttur, sallafínar og umferðarniður úti og vaknaði upp með mígrenikast útaf meðvirkni af því ég hélt ég hefði farið yfir strikið á Facebók en það var þá sama gamla hræðslan við að brjótast útúr sjálfum sér, því ég sjálf er herbergi sem ég þarf stundum að koma út úr svo ég lifi, já skrítið að hafa breytt sér í herbergi.

1 ummæli:

Aquarius sagði...

Do You like my blog design?