31 desember 2013
Fór til Vesturheims
Einu
sinni var maður sem fór til Vesturheims, áðuren hann fór á skip þvoði
hann sokkana sína og hengdi þá til þerris yfir arineldinum. Garpur sonur
minn fór til Vesturheims í fyrradag og skildi eftir sig klippta
Brasilíufara sem voru frumsýndir í sjónvarpinu í gær, já menn skilja
ýmislegt eftir sig þegar þeir fara til Vesturheims og þess má geta sat
ég ellefu ára gömul inní bókaherbergi hjá afa og ömmu og las hvert
ættfræðiritið á fætur öðru og þegar stóð aftanvið nafn einhvers: Fór til
Vesturheims.... hríslaðist um mig örlagahrollur af lúxusgerð.
30 desember 2013
Ásakór... í Kanada.....
Fyrsta saga úr óbyggðum Kanada hjá Garpi og family:
Hann tekur upp myndavél, kvikmyndagræjur þegar hann er búinn að öllu og bjálkahúsið stendur þarna almáttugt og hver bjálki á sínum stað, þá tekur hann vélina og byrjar að taka upp og þá er það svo skrítið að þá sést Ásakór.
Brella!
Hann tekur upp myndavél, kvikmyndagræjur þegar hann er búinn að öllu og bjálkahúsið stendur þarna almáttugt og hver bjálki á sínum stað, þá tekur hann vélina og byrjar að taka upp og þá er það svo skrítið að þá sést Ásakór.
Brella!
Brellumeistarinn Tíminn
Tíminn er snjallasti brellumeistari sem ég þekki, hann getur breytt fortíð í nútíð og nútíð í framtíð og aftur framtíð í fortíð og þannig endalaust. Maður er kannki á gangi með hundinn og kominn á bólakaf í fortíðina og eina ráðið er að hlusta eftir fótataki hundsins tilað komast aftur í núið. Og já, tíminn og brellurnar, því hvernig stendur á því að lítill drengur sem svipti upp útidyrahurðinni og kallaði mamma ertu heima, er eitthvað til í ísskápnum, og lagði sína litlu hönd á ennið henni, hvernig stendur á því að þessi litli drengur getur á nokkrum mínútum, ef ekki augabragði farið til Kanada..... Vesturheims.... með fjölskylduna sína.... og fyrst svo er af því Tíminn sér um sína og framleiðir sínar brellur á færibandi þá hlýtur þessi litli drengur að vera fara til Vesturheims að reisa bjálkakofa í óbyggðum.
Einsog þeir gerðu hérna landnemarnir. Og hann þarf að höggva tré og reisa húsið, grafa fyrir brunninum, höggva í eldinn, reisa snúrustaura og búa til hægindastól handa frúnni og skera út dúkkur úr tré handa dætrunum, hann þarf auðvitað að eiga bók, og stromp, og tröppur.....
Og hann þarf að bægja burt skógarbjörnum og vingast við Indíanana, hlusta á laufskrúðið í skóginum eða vindinn á víðáttunni ef þeetta er slétta.... og hann þarf að læra að dorga í vatninu.
Og ég held að allt sem þessi litli drengur hafi brallið hingað til hafi einmitt verið til þess gert að búa hann undir akkúrat þetta og sitja svo á veröndinni með fjölskyldunni, hann er einmitt undirbúinn undir þetta.
Það eina sem gæti komið honum úr jafnvægi er ef móðir hans birtist nú alltíeinu og heimtaði að fá að sitja við arineldinn og stara í logana.
Einsog þeir gerðu hérna landnemarnir. Og hann þarf að höggva tré og reisa húsið, grafa fyrir brunninum, höggva í eldinn, reisa snúrustaura og búa til hægindastól handa frúnni og skera út dúkkur úr tré handa dætrunum, hann þarf auðvitað að eiga bók, og stromp, og tröppur.....
Og hann þarf að bægja burt skógarbjörnum og vingast við Indíanana, hlusta á laufskrúðið í skóginum eða vindinn á víðáttunni ef þeetta er slétta.... og hann þarf að læra að dorga í vatninu.
Og ég held að allt sem þessi litli drengur hafi brallið hingað til hafi einmitt verið til þess gert að búa hann undir akkúrat þetta og sitja svo á veröndinni með fjölskyldunni, hann er einmitt undirbúinn undir þetta.
Það eina sem gæti komið honum úr jafnvægi er ef móðir hans birtist nú alltíeinu og heimtaði að fá að sitja við arineldinn og stara í logana.
Þegar synir fara að heiman
Garpur og fjölskylda er farin til ársdvalar í Kanada og það er einsog ég ráði ekki við þetta, ég veit að ég er glöð... bara glöð og hef húmorinn en svo kemur tóm,.... svo kemur hinn mikli brellumeistarinn Tíminn og fer í marga hringi og ég er að hugsa hvernig var þetta þegar Jökull og Kristjón fóru, Jökull fór til Ameríku og Kristjón fór til Spánar, fyrst hélt ég væri búin að gleyma því og þá hugsaði ég, gleymist þetta þá líka, þessi tilfinning þarsem ég stend með kaffibollann við eldhúsgluggann og horfi útá hafi, gleymist þetta bara, en þá mundi ég eftir því að ég fylgdi Kristjóni alla leið þarsem hann keyrði í gegnum Evrópu í nokkra daga, var með honum alla leið og þegar Jökull fór til Ameríku fór ég útá flugvöll og ég var einsog titrandi strá, allt titraði inní mér, ég var bara hulstur.... utanum titringinn og mig langaði núna með útá flugvöll að kveðja þau, en fannst ég vera fyrir eða gera of mikið úr málunum, en auðvitað á maður alltaf að fara útá flugvöll... eða á maður að fara útá flugvöll.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)