30 desember 2013

Þegar synir fara að heiman

Garpur og fjölskylda er farin til ársdvalar í Kanada og það er einsog ég ráði ekki við þetta, ég veit að ég er glöð... bara glöð og hef húmorinn en svo kemur tóm,.... svo kemur hinn mikli brellumeistarinn Tíminn og fer í marga hringi og ég er að hugsa hvernig var þetta þegar Jökull og Kristjón fóru, Jökull fór til Ameríku og Kristjón fór til Spánar, fyrst hélt ég væri búin að gleyma því og þá hugsaði ég, gleymist þetta þá líka, þessi tilfinning þarsem ég stend með kaffibollann við eldhúsgluggann og horfi útá hafi, gleymist þetta bara, en þá mundi ég eftir því að ég fylgdi Kristjóni alla leið þarsem hann keyrði í gegnum Evrópu í nokkra daga, var með honum alla leið og þegar Jökull fór til Ameríku fór ég útá flugvöll og ég var einsog titrandi strá, allt titraði inní mér, ég var bara hulstur.... utanum titringinn og mig langaði núna með útá flugvöll að kveðja þau, en fannst ég vera fyrir eða gera of mikið úr málunum, en auðvitað á maður alltaf að fara útá flugvöll... eða á maður að fara útá flugvöll.

Engin ummæli: