25 apríl 2008

Í dag dó pabbi

Jebbs, fyrir þrjátíu árum, blessuð sé minning hans, það var aprílsólarkuldi og allt annað samkvæmt útreikningum. Ég var að hugsa um að baka köku og fara með útí kirkjugarð ha ha ha, djók, nei bara svona táknrænt baka þessa einu köku sem ég kann, Heimilisfrið, og borða hana sjálf, hakk, hakk, hakk, namm, og handa gestum, ég meina hvaða gestum, þessum eina gesti í höfðinu á mér, hallúín, mig langar soldið að lesa leikrit honum til heiðurs, en pabbi myndi sennilega vilja að lífið héldi áfram og hans yrði kannski bara minnst á blogginu, eða gogginu, annars er ég að skrifa leikrit, og bloggdísin situr uppí tré á meðan, ég sé ekki að það hafi bæst við komment, þetta var soldið biturt en örugglega mér að kenna einsog allt annað í lífinu einsog ég taldi þegar ég fór í Jesúmaníuna, húlk, húlk, húlk. Man ekki eftir fleiru í bili, þarf að fara mjólka beljuna.

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hæ elskan og takk fyrir síðast... þú varst (og ert) algert megabeib!!!! Heyrðu ég gleymdi að skrifa í GESTABÓKINA !!! ætli það sé aldurinn ???? nei getur ekki verið: Kolbrá fór á kostum. HÚRRA fyrir henni!!!!!!
Knús knús.
Þóra J.

Nafnlaus sagði...

takk fyrir að koma, það var yndislegt að vita af þér þarna við borðið megabeib yourself babí,

ellastína hugumstóra

Nafnlaus sagði...

Bráðum á pabbi minn(þessi hálfi) 12 ára dánarafmæli.
ég ætla að raula falleg lög og vera glöð og í fyrsta sinn hugsa fallega og sleppa ýmindaðri skyldusorg þennann dag.
kveðjur og lög- faðmlög
Lísbet

Nafnlaus sagði...

Skyldusorg... þú ert snillingur Lísbet, það var eitt barn sem fann upp nafnið Leynisorg, sorgin hefur mörg andlit múha ha ha.

En yndislegt að heyra frá þér, ´þér er boðið á leikritið mitt 10. maí... kemstu...

ekj

Nafnlaus sagði...

En stórkostlegt, ég verð í Reykjavík 10. maí!!!
is it odd or is it God???
Ég mæti:):)
mikið þakklæti
Lísbet

Nafnlaus sagði...

Lísbet, þú verður á fremsta bekk, það verður gaman að sjá þig.

Overknús. Ekj