09 apríl 2008

Traumað

Einu sinni var stelpa og það kviknaði í húsinu hennar og þá fór hún inní draumaheim og þar kviknaði líka í húsinu hennar.

Það var þannig að hún fór inní draumaheiminn og fann sér hús og þar fann hún nokkur blöð sem hún hafði skrifað og þegar henni varð kalt, ja hversvegna skyldi henni hafa orðið kalt, - góð spurning, en henni varð kalt og hún fíraði upp í blöðunum og eldurinn læsti sig í húsið hennar og það fuðraði upp til kaldra kola.

*

En þetta var líka þannig að inní húsinu voru nokkrir ógnvænlegir persónuleikar einsog sorgin, óttinn, grimmdin, óöryggið. Jæja ég er búin að fá nóg í bili. Eva Rún á afmæli. Og mig langar í sund.

Já, hún hélt alltaf að hún væri ein en í hvert sinn sem hún fór inní hús þá voru draugar þar, the haunted house, umsetna húsið, og alltíeinu vöknuðu þessir draugar upp af værum blundi og fóru að hræða stelpuna, og hún hélt alltaf hún væri ein, ha ha ha, en ónei ónei, hó og hei, ekki ein, persónuleikarnir vöknuðu og fóru að hrella hana, svo hún vildi ekki mikið vera inní húsum, og allavega ekki sínum eigin húsum, meira annarra manna húsum, hún sagði kannski: Má ég vera í þínu húsi. Einsog má ég vera í þínum kjól, má ég hafa þína skoðun, aha aha ha ha ha, svona var þetta nú. Og henni varð svo kalt og hún varð svo hrædd að hún fór semsagt að kveikja í því sem hún hafði skrifað tilað reyna að átta sig á þessu, já hún fann semsagt heljargreiparnar læsast um sig og andardráttinn oní hálsmálið, ógnin lá í loftinu. Púff. Búff. Átti hún að dressa þessa drauga upp eða kveða þá niður og þá hvernig.

Engin ummæli: