01 apríl 2008

Afmæli í nánd

Bráðum á amælisbarnið afmælið, Elísabet snillingur, galdrakona, venjuleg manneskja og krútt, mamman, amman og rithöfundurinn, og hún verður 50 ára, ótrúlegt, - þetta er ekki aprílgabb, og svona nýkomin í heiminn, allavega nýkomin í ný augnablik, hvert augnalbikið á fætur öðru, það kemur bráðum í ljós hvort hún heldur uppá herlegheitin 16.apríl, sama dag og Chaplin fæddist, mikil huggun fyrir Ellu Stínu, Ella Stína elskar 16. apríl, eða hvort það frestast um einhverja daga, svo fylgist vel með uppá að fara slípa óskinar, strauja kjólana, undirbúa ræðurnar, dans dans dans.

Hvað á maður að gera þegar maður á fimmtugsafmæli, endurskoða líf sitt, skipa minningunum í efstu sæti, finna úthvað maður hefur lært í lífinu og hvað á maður ólært, - fyllast þakklæti yfir því að fá að lifa svona lengi og vera Aprílbarn. Og hvað skyldi mig langa í afmælisgjöf? Nauðsynlegt að finna útúr því. Ég þorði ekki að halda uppá 30 og 40 ára afmælin mín svo þetta stór áfangi að halda uppá afmælið. Jibbí júlla júllajú, gera gestalistann. Stynja af sælu.

Önnur afmælisbörn í apríl eru tvíburarnir Garpur og Jökull 26.apríl, ömmustelpurnar Jóhanna og Alexía 14.apríl, Illugi 13.apríl og Ísleifur Illugason 26.apríl.

Engin ummæli: