27 mars 2008

Smellið á viðeigandi frétt

Jökull Elísabetarson, uppáhaldsleikmaðurinn minn í fótbolta, leikur með Greensboro DYNAMO í sumar, ég held maður verði að skella sér á völlinn.

http://www.fotbolti.net/

Rennið músarfjandanum niður þangað til kemur: Jökull Elísabetarson spilar í Bandaríkjunum í sumar. Flottastur.

4 ummæli:

Hringbrautin sagði...

Hvað þessir drengir allir eru orðnir flottir menn. Ég er í nostalgísku krampakasti.

Þríbusarnir Jökull, Garpur og Máni - við ættum að gefa út uppskriftarbók...

Nafnlaus sagði...

já, það yrði metsölubók, sérstaklega ef þeir skrifuðu um okkur, knús, elísabet

Nafnlaus sagði...

Ó mín fagra!
ég datt inn í nostalgíu allra nostalgía við lesturinn á safninu. Man eftir að hafa staðið álengdar við hurðina sem alltaf var kallað mamma í þegar hún var opnuð. og sparkað í boltann í ganginum.verið á staðnum.
Ég skal standa þarna aftur einn daginn!!!
ást og kossar
Lísbet

Nafnlaus sagði...

ó, en undursamlegt að safnið hafi virkað, sum nöfn eru nefnilega steindauð, kannski ég opni safn og þú verður á topp tíu gestalistanum,

knús, elísabet