07 mars 2008

Kærleikssambandið

Ég uppgötvaði að ég er sennilega með vitlausan guð, ég hlustaði á harmleikina mína, Ella Stína og gesturinn kom vel út, svona vel út. Ég pússaði silfur og straujaði dúka í tilefni skírnarveislu á morgun. Ég fór velklædd í skólann, keypti tvær flöskur af ananas-kókosdrykknum mínum, ég var þolinmóð í umferðarteppunni, sendi bróður mínum sms, athugaði hvort tengdadóttir mín hefði komist til landsins, dáðist að kransakökunni, súkkulaðifiðrildunum og leiklistarnemunum sem ætla setja hart í bak upp í ellefu klukkutíma, setti mörk, hringdi seinna, bað bænirnar mínar, tók lyfin mín, burstaði tennurnar, setti bensín á bílinn, bauðst tilað koma, skemmti mér hjá tengdafjölskyldu sonar míns, og svo fékk ég að halda á litla barninu í fanginu og augun hennar voru full af kærleika svo loksins veit ég hvar kærleikurinn er.

Engin ummæli: