07 mars 2008

Kærleikssambandið

Hvað er ég búin að gera í kærleika í dag. Sofa út. Fara á fætur. Fara í klippingu og litun. Borga skattana mína. Fara í bankann. Bursta tennurnar. Fara á fund. Setja allt í vitlausa röð. Heimsækja mömmu. Labba heim. Byrja á ritgerð um Afródítu. Setja í þvottavélina. Hugsa um næstu bók. Eiga leyndarmál. Reyna að leysa málin. Vera í kærleika. Vera í rauðu. Sjá hvað allt er fallegt heima hjá mér. Búa um rúmið. Taka lyfin. (Gleymdi þeim í morgun) Tala við lífeyrissjóðinn. Hringja. Trúa einhverjum fyrir einhverju. Biðja um hjálp. Leggja ákveðið mál í hendurnar á guði. Hengja útúr vélinni.

9 ummæli:

Nafnlaus sagði...

ég tók eftir hvað þvotturinn tengist kærleikanum, kannast við það...

Ásdís Olsen sagði...

en mig langar mig að vita leyndarmálið

við Kolfinna söknuðum þín í gærkvöldi

Ásdís

Nafnlaus sagði...

takk fyrir að sakna mín, ég saknaði ykkar líka en meira þó matarins ha ha ha.... djók.

elísabet

Ásdís Olsen sagði...

Já maturinn var betri en við ... en við þurfum líka á kærleika og umburðalyndi að halda - hmmm.

hei - en er að fara í leshringinn minn í kvöld þar sem Heilræði lásasmiðs verður til umræðu. Geturu sagt mér eitthvað innanbúðar svo ég geti slegið um mig.

Ásdís

Nafnlaus sagði...

Já, ég get sagt þér stórmerkilegt leyndarmál sem ég hef engum sagt nema sonum mínum, að þegar ég var búin með handritið fór ég útá tröppur og þá sló þessari hugsun ofaní kollinn á mér: Nú er ég orðinn rithöfundur.

Hafði bara tekið tuttugu ár!!!

Fallegt.

Ekj

Nafnlaus sagði...

Fimmtán bækur, tíu leikrit, útvarpsþætti og ég veit ekki hvað sem það hafði líka tekið.

Tíminn. EKJ

Kristín Bjarnadóttir sagði...

ég elska kærleikstextana þína ... og þig, kv/kk

Nafnlaus sagði...

Þú sjálf ert lifandi kærleiksbolti sem snertir alla sem verða á vegi þínum. Ég fattaði það strax og ég hitti þig. Góða helgi fallega Elísabet.

Nafnlaus sagði...

takk Ellý og fröken Lyng, allt í gleði og kærleika,

elísabet