22 mars 2008

Skáld sjómanna og geðsjúklinga

Martin götuskeggi sem er ljóðskáld og færeyingur svo ég hengi nú einhverja merkimiða á hann sagði mér að ég væri skáld sjómanna og geðsjúklinga. Ég varð nottla svo montin að ég hef ekki náð mér síðan, auðmjúk og þakklát meina ég!!! En það er ekki hægt að feika sig inní þeirra hjörtu, sagði Þór sonur hans sem er vinur minn. Það var einmitt það sem ég meinti, stundum geta aðrir hugsað betur en ég og orðað það þótt ég ég skáldið. Enda er það mitt verk að stela því og setja það niðurá blað og setja svo nafnið mitt undir.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hæ hæ mega skvís........
Nú verðum við að hittast og fá hlátursköst!!! :) :)
Þín vinkona.
Þóra J.

Nafnlaus sagði...

eeeeeeeeeendilega sæta kæra Þóra, takk fyrir kommento.

ellastína