25 mars 2008

Alexía, Jóhanna og Mánadís

Ömmustelpurnar þrjár, tvíburarnir Jóhanna og Alexía tíu ára og systir þeirra Mánadís sjö ára, Kristjónsdætur, komu hér askvaðandi í heimsókn með Guðjóni afa í sveit, svo fagrar og miklir fjörkálfar og alltaf að búa eitthvað til, í þessari stuttu heimsókn teiknuðu þær engla og púka, friðarhjörtu, sömdu ljóð um horfna hunda og fallandi snjókorn, spiluðu frumsamin lög á píanóið, fóru í körfubolta, stungu af, pískruðu inní herbergi, fengu sér páskaegg sem þær gáfu svo ömmu sinni, léku leikhús, földu sig undir borði, skoðuðu bækur, fóru útá róló og raddir þeirra fylltu húsið og hreyfingar, bros og fegurð.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Elsku Elísabet. Mikið var gaman að fá þig í heimsókn og sjá fallegu ummerkin um komu þína. Langar að sjá þig, endilega farðu að skella þér vestur, við eigum ljómandi gott gestaherbergi :o)
Ást Annska

Nafnlaus sagði...

Já, þetta gestaherbergi hljómar aldeilis vel og yndislegt að fá kveðju frá þér, minnir mig á að ég er líka með gestaherbergi hér, en ég er alltaf að hugsa vestur.

knús og knús, þín Elísabet