15 mars 2008

Lífið er göldrótt

Ég var á leið gangandi í fermingarveislu í kaldri sólinni þegar ég mætti Ingunni og Garpi keyrandi í bíl á leið í veisluna, Embla sat afturí, ég þurfti að koma við í blómabúð svo ég þáði ekki far með þeim en hafði ekki gengið nema nokkur skref þegar ég mætti Jökli og Krisínu keyrandi á bíl á leið í veisluna. En sniðugt, sagði ég, var að mæta Garpi og Ingunni. Já, sagði Jökull, Kristjón er á leiðinni á eftir okkur. En hann býr á Spáni. Svo fór ég í blómabúðina og þegar ég var á leið í veisluna snarstansaði bíll fyrir framan mig, maður stakk höfðinu út og sagði: Ég var að tala við Kristjón, hann bað kærlega að heilsa þér.

*

Það skal taka fram að þetta var Guttesen, dýrlingur í mannsmynd og ljóðskáld. En svona er lífið stundum göldrótt. Þegar maður er göldróttur. Take it away!!!!

Engin ummæli: