11 mars 2008

Vantar þig lásasmið?

Elísabet Jökulsdóttir: Heilræði lásasmiðsins Kraftmikil saga, skrifuð af kjarki og einlægni. Hressileg, vekjandi og fyndin og framar öllu hreinskilin frásögn, sem er um leið afbragðs framlag til baráttunnar fyrir opnari umræðu um kvenkynfrelsi, tilfinningalíf og geðheilbrigði.

Þetta var álit dómnefndar í sambandi við Fjöruverðlaunin sem getið er hér að neðan. Góuhátíðin er stórmerkilegt fyrirbæri, ég hef verið í kvennagrúppum að gefa út kvennabókmenntatímarit eða skipuleggja bókmenntahátíðir kvenna, yfirleitt eru þrjár konur og 20 karlar á hátíðunum. Og þetta er klikkuð vinna. Oft hefur verið gefist upp. Svo Góurnar eiga heiður skilinn að halda þessa hátíð í annað sinn. FRÁBÆRT. Og sjáið hvað ég fæ sæta umsögn. Ég er ótrúlega stolt. Takk fyrir mig.

6 ummæli:

Kristín Bjarnadóttir sagði...

innilega til hamingju!

og játakk thad vantar eitt stk. lásasmid hingad sem ég bý á fimmtu haed í madrid ég er ýmst ad loka mig úti eda inni og gaeti thess a hafa símann med á klóid thangad til sendingin kemur haha

Nafnlaus sagði...

ha ha ha... ertu í Madrid, ertu hjá Hrafnhildi Hagalín.

ekj

Nafnlaus sagði...

Til hamingju, ljósið
M

Nafnlaus sagði...

Húrra húrra!!!! til hamingju með þetta mega beib.
Þín vinkona,
Þóra J.

Nafnlaus sagði...

takk jóhanna mín kærlega, ef þú vilt fara í fjöruferð skal ég hita kaffi. takk.

þín ekj

Nafnlaus sagði...

Og mega Þóra hvar hefur þú haldið þig, nú er ég að útskrifast og hita kaffi, var að vakna og hugsa um lífsgæði mín, alltaf dægursveifla, knús,

ELLA STÍNA