11 mars 2008

Lásasmiðurinn fær Fjöruverðlaunin

Heilræði lásasmiðsins er nú orðin margverðlaunuð bók því um helgina fékk hún Fjöruverðlaunin, en hafði áður fengið Rauðu fjöðrina. Fjöruverðlaunin eru veitt á bókmenntahátíð kvenna sem heitir Góugleði og er ætlað að vekja athygli á hlut kvenna í jólabókaflóðinu. Þetta var hátíðleg stund, sex konur fengu verðlaun í jafnmörgum flokkum og héldu dásamlegar ræður, sólin og kvakið af tjörninni barst inní salinn. Það var mikið klappað og jú-húað fyrir Lásasmiðnum. Verðlaunin voru í formi viðurkenningarskjals, lítillar kerlingar í peysufötum og fjöreggs. Dómnefnd skipuðu: Soffía Auður Bjarnadóttir, Þóra Sigríður Ingólfsdóttir og Olga Guðrún Árnadóttir. Húrrum hæ. Húrrum húrrum hæ. Húrrum húrrum húrrum hæ hæ hæ.

Elísabet Jökulsdóttir sagði í ræðu sinni elska að fá verðlaun, ó hún talar svo beint frá hjartanu.

Engin ummæli: