11 mars 2008

Má ekki blogga um veikindi?

Heyrst hafa raddir um að óviðeigandi, hallærislegt, osfrv. sé að blogga um veikindi, hvort sem um er að ræða krabbamein eða þunglyndi. Hvað er að fólki, hvaða veiki er það sem hrjáir fólk sem kemur sér upp svona skoðunum, feluveikin? eða hræðslan við dauðann? Er hreystin alveg að fara með það!?

Eða er þetta bara sortéringar-ástríðan?

3 ummæli:

Kristín Bjarnadóttir sagði...

hm, voda er ég heppin ad hafa misst af thessum röddum thegar ég var ad blogga um mín veikindi.

???

Nafnlaus sagði...

já, þær eru nývaknaðar og æða um hér á íslensku bloggi þessa dagana en ný rannsókn sýnir að það getur amk. hjálpað þunglyndissjúklingum að blogga um þunglyndi.

ekj

Nafnlaus sagði...

Ef ég þekki þig rétt Elísabet lætur þú gagnrýni ekki hafa áhrif á þig og gjörðir þínar. Það einfaldlega fer þér ekki. Hlý kveðja Ellý