02 mars 2008

Hamingjan

ég er bara oft hamingjusöm þegar ég kem heim og hamingjusöm þegar ég er að vinna og hamingjusöm þegar ég fer að sofa, já þetta er merkilegt ljóð því fyrir svona tveimur árum orti ég heila runu af saknaðarljóðum af því garpur og jökull voru fluttir að heiman og það var svo skrítið að hurðin væri ekki alltaf að opnast og lokast og einhver að koma hlaupandi niður stigann eða með græjurnar í botni, samt var það ekkert af þessu, heldur hamingjan, og lífið og svo fóru þeir að heiman, sem í raun er stórkostlegt og jafnvel stórkostlegra að geta komið barni að heiman en í heiminn, en hvernig sem snjóar þá er þetta dásamlegt líf, og hún Garpsdóttir ætlaði að kíkja við en ég var í leikhúsinu en ég er búin að finna soldið leikhús handa henni á Framnesvegi 56a, ... plássið sem hingað til hefur verið dans-plássið mitt, ég get auðvitað dansað áfram og kannski dansa ég í leikhúsinu hennar ef hún vill, ... ég verð allavega á fremsta bekk.

2 ummæli:

Hringbrautin sagði...

Hamingjuhrollur. Hvenær kemur hún í heimsókn? Eru laus sæti á fremsta bekk fyrir fólkið á Hringbrautinni? Þarf að bóka miða?

Nafnlaus sagði...

Það eru alltaf laus sæti fyrir Hringbrautarfólkið á fremsta bekk, það stendur skírum stöfum á fremsta bekk, meitlað í stein: Frátekið fyrir Hringbrautarfólkið,

hamingjuhrollurinn, Elísabet

hey ég er að fara vera með leiklestur. æfing uppí skóla.