19 mars 2008

Morgunþunglyndi

Ég vakna yfirleitt í þunglyndi á morgnana en á kvöldin er ég að hugsa svo stórkostlegar hugsanir einsog í gærkvöldi hugsaði ég: Oh, hvað ég hlakka tilað vakna í fyrramálið. Svo vakna ég og finnst ég svo gömul, hrukkótt, lífið búið, mér takist aldrei að klára það sem ég hef byrjað á, og ég sé örugglega um það bil að deyja, geti aldrei borgað skuldirnar mínar, flutt útúr bænum, farið í ferðalag, og svo sé ég að verða fimmtug og það komi ekki örugglega ekki nóg af frægu fólki í afmælið mitt, og það komi sjálfsagt enginn. Þetta er samt aðeins að skána. Nema að það maður með loftpressu í kjallaranum á næsta húsi. Og ég er að pæla í hvernig eigi að losna úr píslarvættinu, og ég man eftir því þegar ég varð þrítug þá fannst mér ég líka svo ægilega gömul að lífið væri búið. Ég var einmitt að hugsa um þetta um daginn: Elísabet, pældu í ef þú verður níræð (mér finnst ég nefnilega bara eiga tíu ár eftir ólifuð) já ef þú verður níræð og þá sérðu eftir að hafa notað tímann í þetta. Svo knús Elísabet.

*

Og gettu hvað, EMBLA KAREN Á MÁNAÐARAFMÆLI Í DAG... :)

Engin ummæli: