21 júlí 2008

Vinkonur

Ég er í mesta basli með vinkonur mínar þessa dagana. Kristín tildæmis hún hálfvegis þrælaði mér til Hveragerðis, ÚTÚRBÆNUM!!!! með því að segja þegar ég sagðist ekki komast af því blómin mín færu bráðum að blómstra, þá sagði hún eitthvað á þessa leið, ER ÉG ÞÁ EKKI LENGUR BLÓM!!!

Þetta var ekki sem hún átti að segja!!!!

Og Linda, hana hafa ég nú varla séð í marga mánuði og við hittumst fyrir tilviljun á Laugaveginum og fengum okkur KAFFI!!!! - eftir vandræðagang og almennt spjall um daginn og veginn, og fórum að tala saman og ég mannaði mig uppí að segja henni, já, mér fannst svo leiðinlegt þú hjálpaðir mér ekki að pakka þegar ég fór til Írlands og hjálpaðir mér ekki heldur fyrir fimmtugsafmælið mitt. Og þá sagði hún eitthvað á þessa leið: Já, þetta er einmitt eitthvað sem vinir eiga að gera!!!!

Þetta var ekki það sem hún átti að segja!!!!

Kristín átti að segja, já komdu bara þegar blómin hafa blómstrað, eftir svona tvær vikur. Ekkert mál, þá verð ég farin héðan.

Linda átti að segja, Elísabet, þú getur ekki verið að stjórna mér svona, að....

Kristín átti að verða auðmjúk og Linda átti að verða brjáluð.

Já, það er gott að vita hvaða pókerslag maður tekur í vináttu-bandinu.

Kær kveðja, Elísabet krútt

ps. ég er nú bara að blogga um þetta því ég heyri ekkert frá þeim!!!!

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Akkúrat. Ef þú værir að blogga um svona alvöru vinkonur sem tala saman, þá værir þú að blogga um mig... luv, EÓR

Nafnlaus sagði...

já, það er magnast upp svona
flæðifarvegur...

þú you are the best Elisabet,

Elísabet and luve, love and luuuuuv.