08 júlí 2008

Rósrauði ísbjörninn

Einu sinni rak rósrauðan ísbjörn að landi, hann sat prúður og penn á ísjakanum sínum, svona rósrauður og fínn, allir komu hlaupandi niðrí fjöru tilað bjóða hann velkominn og hentu rósum til hans, rósrauði ísbjörninn, rósrauði ísbjörninn, og svo upphófust miklar spekúlasjónir hvar átti að hafa ísbjörninn því einhverstaðar varð að hafa hann og var honum að endingu komið fyrir í Ikea. Þar breyttist þessi rósrauði ísbjörn í glórulaust rándýr sem eirði engu og var hann uppfá því kallaður Ikea-björninn en hafði áður verið rósrauður en engum datt í hug að setja hann aftur á jakann sinn enda hafði gleymst að setja jakann í frysti.

Engin ummæli: