17 júlí 2008

Vinur minn rapparinn

Þetta var mitt eigið altari

þarsem ég tignaði sjálfa mig

öll kerin full af fortíð.

Nákvæmar leiðbeiningar um mig

og hvernig mig bæri að nálgast.



En þá hellir hann yfir mig textanum

og honum er alveg sama

hvernig hann kemur út,

orðin bara streyma

og ég er alveg að fara að gráta.

11 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Og með þessu sannar þú snilld þína. luv, ER

Nafnlaus sagði...

gaman að fá komment fyrir ljóð, var í 70ára afmæli hjá braga beib frænda.

Nafnlaus sagði...

þetta var elísabet, jök, ég er soldið ánægð með þessi ljóð, þau hafa öll átt sér stað, svona þegar augnablikið er fangað og sleppt lausu aftur.

adías, ekj

Nafnlaus sagði...

ég er ánægð með ljóð.
Lísbet

Hvenær ætlaru að koma vestur kona?

Nafnlaus sagði...

vestur, já þegar ég á pening í fyrsta lagi nema ég labbi,

og svo númer tvö ef einhver pakkar, kemur segir Elísabet þú ert algjör aumigni og kemst ekki útúr húsinu nema með hvatningu hjá heilli áhorfendastúku.

en vestur, já endilega. ég var að klára synopsis, en ég ætla byrja hugleiða málið.

knúsabrúsi á pallinum, ellastína

Kristín Bjarnadóttir sagði...

já takk fyrir ljóð blóm
m.kveðju úr hveragerði

Nafnlaus sagði...

takk, nú er hveragerði að verða ljóðagerði eða hveraljóð,

fyrir þína ljóðrænu tilveru...

blómin fimmtíu og fleiri

Nafnlaus sagði...

Mig langar yfirleitt tilað deyja á morgnana.

En svo breytti ég um herbergi og það munar.

Stína Ella

Nafnlaus sagði...

Ég er að fara að labba frá Eyrabakka og til Reykjavíkur á næstu helgi.
Ég og hin Mikla hin Elísabetin.
Þegar ég er búin að því þá kem ég og pakka fyrir þig og við verðum samferða vestur.
Ég á erfitt með augnablikið á morgnana þegar ég vakna og það er ekki komið á hreint geðið í mér.
Vona svo í nokkrar mínótur að ég þurfi ekki að bíða of lengi eftir að ég ákveði mig, en þori samt ekki að taka af skarið og ákveða skapið, ef ég skildi hafa rangt fyrir mér og verða önnur en ég ætlaði að verða.
Ég ætla að prófa að sofa í Söru rúmi við tækifæri og gá hvort ég vakni frekar eins og hún.
Svo yndislega 4 ára.
Lísbet

Nafnlaus sagði...

eigum við þá að labba til ísafjarðar, og hvað mætum við mmörgum ísbjörnum og hvenær hætti ég að vera svona óskaplega fyndin, þegar bara tærnar eru eftir.

en það væri gaman að koma til ísafjarðar anyway, anyhow og takk fyrir þitt yndislega komment.

Nafnlaus sagði...

En ég er alltaf mjög lífsglöð á kvöldin, já og elska auðvitað að sjá morgunsólina,

þetta er bara sveiflun, dægursveiflan, einsog hjá silungunum.

Ella Stína sirkusfífl