02 júlí 2008

Töfrahugsun

Ég er með töfrahugsun, í kvöld var ég að hugsa um að skreppa á tangóball þarsem vinkona mín væri en var eiginlega ekki í stuði svo ég sleppti því þangað til það rann upp fyrir að hugsanlega gæti maðurinn sem ég er skotin í verið þar, (ég veit ekki tilþess hann hafi áhuga á tangó en hann gæti skyndilega hafa fengið hann) nú ef hann væri ekki þar, væri hugsanlega sá sem mér væri ætlaður þar. Þetta er töfrahugsunarháttur. Einsog um daginn hitti ég mann á bar sem ég var að tala við og þá kom vinkona mín og sagðist þurfa að flýta sér heim svo ég kvaddi en fékk svo rosalega bakþanka að kannski hefði ég átt að fara og kynnast manninum betur, og kannski væru örlögin eitthvað að pæla sem ég hefði nú sundurslitið. Þetta er töfrahugsunarháttur.

Engin ummæli: