10 júlí 2008

Ímynd Elísabetar

Hver er ímynd Elísabetar Jökulsdóttur, er hún eitthvað merkileg, er hægt að átta sig á ímyndinni, fer hún aldrei útfyrir mörkin, er hún hlýðin og góð og heldur sig innan rammans tilað passa uppá ímyndina, meira gullið, en ég er samt svo meðvirk að ég er alltaf að hugsa hverjir lesa þetta blogg og afhverju þeir kommenteri ekki og hvort ég sé svona leiðinleg og mig vantar einhvern tilað hugsa um mig og ef vændi væri leyfilegt þá mundi ég kaupa mér mann, og láta graffa húsið mitt en nú þarf víst leyfi til þess, ég er klikkuð yfir svona, leyfi tilað graffa húsið sitt, en nýja vodafone auglýsingin er skemmitleg, (nú er ég orðin einsog hinir bloggararnir og farnir að tala um þjóðfélagsmál, ég tala bara um málin í mínum haus) en mig vantar einhvern tilað hugsa um mig, vekja mig á morgnana, færa mér kaffi, elda mat handa mér, minna mig á eitthvað, setja harmóníkkutónlist á fóninn, pressa brúðarkjólinn, mig vantar svo mann á bak við konuna sem er nottla bara klisja en mig vantar svoleiðis klisju, ég held það yrði hrikaleg viðurkenning einsog Guðbergur segir, afhverju er hann annars ekki láta rökstyðja bullið í sér, hann er alltaf að segja þetta með viðurkenninguna, og alltaf að segja þetta með að vanti hugsun í ísl. bókmenntir, og svo bara þessu slegið fram, ég meina ég elska Guðberg en.... (þetta er tildæmis meðvirkni) afhverju má mér ekki finnast eitthvað ánþess að segjast elska hann. Og svo eitt, ég hitti konu um daginn, þá var ég í silfurslegnu þunglyndi og hún sagði: ég hélt þú værir svo stór og sterk, guð minn góður, ég hélt þú værir svo stór og sterk og svo ert þú bara svona, auminjga konan fattaði ekki að ég er allskonar, tilað ég geti verið stór og sterk get ég verið veik, en nei, nei, pína mig inní ímyndina, sjálfa Elísabetu Jökulsdóttur, pína hana inní stóru og sterku ímyndina, og ef ég á að vera þar, þá bara dey ég eða verð hauskúpa af hrossi, eða póstkort já. Ég meina, ef ég á að vera ímynd, en ekki ég sjálf.... Kafka hefði nú bilast yfir þessu ég sjálf.... stundum flýtur guð tildæmis inní mig.... ´já eða ýmislegt, ég er hætt að hugsa um karlmenn á kvöldin, ég hugsa bara um hvar ég er og ég er mikið að hugsa um að skipta um herbergi.

Engin ummæli: