Þegar ég var að skrifa þessa bók fékk ég vöðvabólgu. Þegar ég hreyfði axlirnar kom í ljós að setning hafði komið sér fyrir milli herðablaðanna: Þér á aldrei eftir að takast þetta. Ég lærði svona á líkamann, eitt kvöldið var ég með kökk í hálsinum. Vinur minn kom í heimsókn og hann spurði: Hvað myndi þessi kökkur segja ef hann gæti talað? Ég er til, sagði ég aumum rómi. Ég er til. Þá hafði hnefinn á föður mínum rutt sér leið ofaní kok á mér, segjandi: Þú ert ekki til.
Svona talar líkamaninn, og þá hljóta fjöllin lika að gera það og Jökla.
*
Ps. Ég fór að hreyfa axlirnar því ég talaði við Kristínu Bjarnadóttur mína sem er vinkona mín, tangódansari, ljóðskáld og silungur í húnvetnsku vatni.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
nú er kominn mánudagur þrettándi og mig dreymdi þig í nótt og strákarnir voru litlir og við vorum að laga til hjá þér öll og mér fannst einmitt eins og þú tækir mig ekki alvarlega þegar ég var að segja þér hvað sagan væri flott og hve vel þú réðir við hana. Gott þú skulir hafa hreyft axlirnar samt og hlustað! Þú ert að skrifa sögu sem mun slá í gegnum allra handa tipl á tánum í bókmenntaheiminum og líka gegnum töffaraskap! Þú ert með þetta allt. Hreyfðu þig!
þín Kristín
getiði ekki komið í alvörunni.
ég elska ykkur.
flott saga og ég ræð svo vel við hana.
move. dont freeze.
ellastína hugumstóra
Skrifa ummæli