04 september 2007

Ella Stína í paraglider

Hvítu blómin eru alveg að springa út, kannski verð ég að fresta Írlandsferðinni tilað sjá undrin. Þetta eru þrjú knippi, þrír vendir. Kannski hin heilaga þrenning, eða þrjár miljónir, málið er að í dag frelsaðist ég, ég hætti að binda mig fasta, túlka og binda mig við allt, ég er laus, frjáls, ef ég sá hugmynd batt ég mig fasta við þessa hugmynd og flaug á henni útí buskann og bjó til veruleika úr henni og þegar ég lenti (ef mér tókst að lenda) þá lenti ég í allt öðrum veruleika. Ég lenti aldrei á sama stað, ekki í sama landi einusinni, stundum ekki sama hnetti.


*

Róbert sagði ég mætti velja hvað þetta táknaði. Mér finnst þetta ekki tákna neitt, jú kannski að lífið sé dásamlegt. Og það tekur tíma og ég er alltaaf jafn hissa þegar ég er að fylgjast með, knippin eru orðin mjög þrútin núna og blómin sjást næstum í gegn, svona gegnsæi... en svo kannski í nótt, kannski næstu nótt, ef guð lofar... þá búmsið, ekki einu sinni búms en hljóðlaus athöfn. Eða kannski nem ég ekki hljóðið.

Ég er búin að reyna finna tákn, þrjú barnabörn, þrjár miljónir, hin heilaga þrenning, láta þetta tala, en ég á svo erfitt með að leyfa lífinu bara að vera einsog það er.

Ég er alltaf að þykjast vera viðgerðarmaður.

Ella Stína var alltaf að gera við lífið og þessvegna gat lífið aldrei gert neitt við hana. Sama gamla sagan um traust og viðgerðaþjónustu.

Engin ummæli: