Ég er komin heim til Íslands og sit í hettupeysunni minni á Drafnarstíg með lungnabólgu. Það hefur alltaf verið minn metnaður í lífinu að fá ekki lungnabólgu en við hverju er að búast þegar maður hefur sigrað keltneska tígurinn. Já, ég er komin heim og er hjá mömmu, það hefur alltaf verið minn metnaður í lífinu að fara aldrei aftur heim til mömmu en við hverju er að búast þegar maður á svona yndislega mömmu. Mamma bauð mér að vera í nokkra daga af því ég er húsnæðislaus og eldaði handa mér exotískan fiskrétt. Og svo fór hún í partí.
Ég sef í gamla herberginu mínu og fann áðan fyrir þessari sextán ára sem orti rómantísk ljóð, og var að springa af orku ánþess að vita það. Svo kem ég og segi henni það.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Velkomin heim elskan, hlakka til að sjá þig. Láttu þér batna það er nú gott að vera hjá mömmu þegar maður er lasin og láta stjana við sig.
Kkv.
Þóra J.
Það er ekki gott að þú sért lasin. Ég er líka slappur, bý þó ekki við það að vera kominn heim. Þeir segja þó hér í útlandinu að "home is where the heart is", það er svo sannarlega hér, þannig að kannski bý ég bara að því að vera heima.
Láttu þér batna.
Bestu kveðjur frá Nottinghamskíri,
bekkjarbróðir þinn,
HeiðarS.
takk krúttin mín, læknirinn hefur fyrirskipað algjöra inniveru, svo ef einhver vill koma með nammi, here we go,
elísabet
Skrifa ummæli