Hér kemur meira lof um sjálfa mig, eða þeas. lásasmiðinn, Lása litla einsog hann kallaður á mínu heimili, jamm, og minnir mig á að í bíómynd með Houdini var sagt: Lásar hafa ljóðrænt gildi.
En hún Unnur systir mín sem er afbragðs lesandi sagðist ekki skilja afhverju Lásasmiðurinn hefði ekki hlotið tilnefningu til Íslensku bókmenntaverðlaunanna, þetta væri undraverður texti, stíllinn svo góður, sagan svo mögnuð, og ég væri á einhverjum splúnkunýjum stað sem rithöfundur. Svo vitnað sé orðrétt í hana:
Þessi þrotlausu skrif þín hafa skilað árangri, og þú hefur náð einhverju alveg nýju stigi. Þessi bók hlýtur að teljast viðburður í bókmenntalífinu.
Hún var í fimmta kafla og ætlaði svo að gefa krítik á efnið, þetta var meira um formið. En tja tja tja. Ef einhver heldur að það sé ekkert að marka vini mína og fjölskyldu þá er það ekki svoleiðis, þetta er hörkulið, þrælvanir lesendur og maður hefur nú oft fengið að heyra það og meira en það. Sverrir bóndi í Selsundi og vinur minn hefur ekki verið hrifinn af mínum bókum hingað til. Ég bíð spennt eftir að vita hvað hann segir um Lása litla.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
http://gudr.blog.is/blog/gudr/entry/394703/
Hér er Heilræði Lásasmiðsins lofuð og hvatt til að lesa hana aftur og aftur! ;)
luv, ER
já takk elskan mín, rignir hjá þér á Hringbrautinni. ekj
Skrifa ummæli