17 desember 2007

Skipstjórinn vinur minn

Vinur minn Óskar Þórarinsson skipstjóri á Frá frá Vestmannaeyjum var að lesa Heilræði lásasmiðsins, og er yfir sig hrifinn, magnaður texti, segir hann, góð saga, hreinskilni og þú ferð inná svið sem hefur ekki verið farið inná áður. Kannski ný fiskimið ha ha ha. En það er óhætt að taka mark á manni sem hefur glímt við tólf metra háan ölduvegg og spilar jazz í brúnni.

Takk Óskar.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Já, lásasmiðurinn segirðu! Þetta er umtalaðasta bókin í mínum kreðsum (og allt jákvætt). Er samt ekki búin að lesa hana en ef ég fæ hana ekki í jólagjöf kaupi ég hana sjálf.
Þú ert ótrúlega hugrökk og flott kona, samdóma álit okkar stelpnanna.

Nafnlaus sagði...

ibba sig. takk, gaman að fá svona heilsusamlegt og óvænt komment hjá þér.... og kommenterar einmitt hjá skipstjóranum. takk takk.

Elísabet

Nafnlaus sagði...

nú labba ég heim í rigningunni með svona fallegt hrós, og svo er eitthvað að nettengingunni og ég var áðan í sjónvarpinu og sagði sjálfsfróun í sjónvarpinu, það er sennilega eitthvað að mér, eitthvað djúpstætt, ha ha ha.

en best ég kaupi jólatré og þá lagast þetta allt.

allt sætt, Elísabet

Nafnlaus sagði...

Svo ætla ég að hafa smá Dublin núna og fá mér kakó á Mokka, ég fer nefnilega alltaf beint heim, ég held alltaf að börnin bíði þar, hungurmorða, en það er ekki einu sinni kötturinn.

ég elska jólatré.

Elísabet, formaður í Vináttufélagi Lásasmiða