Ég fór í bæinn í dag í sumarkápunni minni því ég grennist um kíló á dag og í dag er bolludagurinn, ég skrifaði fjóra kafla í handritið mitt í morgun og undirbjó aðra tíu, þetta er allt að smella, markmiðið er að vera búin fyrir næstu mánaðamót, ég vaknaði upp við það að enginn hefði samband við mig, en sennilega er það öfugt, ég hef ekki samband við neinn, ég kíki ekki einusinni inná hina víðfrægu bloggsíðu kex sem Katrín Dagmar rekur, svo fór ég á pósthúsið og póstlagði þrjú eintök af Dagbók prinsessu og þrautum úr barnablaði moggans til Spánar þarsem þær búa Alexía, Jóhanna og Mánadís, fór svo að láta ljósrita engilinn minn, ekki í sex hundruð milljón eintökum einsog Helgi stakk uppá, og svo mynd sem Jökull gerði þegar hann var lítill, en hann er nú í Mexíkó, og Kristín er hér heima og mamma hennar að passa fegurstu hunda heims, svo fékk ég hugboð um að skreppa á kaffi Hljómalind og ætlaði að hætta við þegar ég minntist orða Kolbrár systur minnar, um að sjá fallega karlmenn, en þeir eru nú flestir aðeins of ungir fyrir mig hér, en það er sama, hér sit ég, einmana, yfirgefin, hugsandi, það rignir og ég hef ekki fundið neina leið tilað græða á kreppunni, en sumir eru að selja jeppa úr landi, en ég er búin að synda og synda og hér er morgunmaturinn minn:
Hálft kíló af skyri.
Stór skeið af próteini.
3 tsk. sykur.
Nokkur hörfræ.
Berjablanda, bláber, jarðarber, hindber.
Sletta af mjólk eða vatni eftir atvikum.
Svo er þetta hrært í mixernum.
Á föstudaginn steikti ég folaldasnitsel og át með fjórum kartöflum eftir að hafa næstum orðin skotin í strák í Nóatúni.
Á morgun er Sprengidagur og ég hlakka mikið til, jafnvel að hugsa um að búa til súpu sem ég er snillingur í en í hana set ég alltaf vænan bita af beikoni.
Svo er ég búin að taka djúsí greipaldin út úr ísskápnum, hún bíður mín þegar ég kem heim. En nú er ég að drekka orkudrykkinn Akvaríus. Nammi namm.
Í gær borðaði ég gómsætt gúllas hjá Elísabetu Ronalds og flestum hennar mörgu börnum.
Já, morgunmaturinn er líka þrír sopar af lýsi, og vítamín.
Það er gaman að lifa.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
long time no read....
var búin að gleyma hvað mér finnst þú skemmtileg!
ætla að senda þér faðmlag í pósti.
Lísbet
sömuleiðis ljúfan góða, ekj
kíki á síðuna fljótlega, ekj
Skrifa ummæli