19 febrúar 2009

Embla Karen 1 árs

Í dag er Embludagurinn, þá eru allir sjóliðsforingjar og flota í hafinu, Hún Embla Garps og Ingunnardóttir ömmustelpa er orðin eins ár, eitt komið í lífi hennar, ég er búin að hugsa til hennar í allan dag og söng afmælissönginn fyrir hana í bláa sófanum. Prinessan ætlar svo að veita pökkum og aðdáendum sínum áheyrn á laugardaginn....svo á morgun fer ég í bæinn að kaupa fallega gjöf, handa þessa stúlku sem hefur lykilinn að hjartanu í sínu hjarta.

Embla Karen yndisfríð
elska þig alla tíð.
Komin vel á annað ár
amma sendir gleðitár.

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hæ ! Takk fyrir ljóðið ! :) og kveðjurnar.. og okkur ! :)

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með ömmustelpuna mega beib........:) knús.
Þóra J.

Nafnlaus sagði...

Takk fyrir fallegu kveðjuna og fallega ljóðið! Og auðvitað fyrir fallega pakkann og mætinguna í afmælisveisluna! ;)

Nafnlaus sagði...

takk garpur, ingunn og embla,

vonandi gengur allt vel, ég var að vakna eða svona hér um bil, komin útí skóla að fá mér kaffi.

amm mamm og ten

Nafnlaus sagði...

elsku þóra,

það munaði engu ég hringdi í þig um daginn, já,

megabeibið