Mig langaði að faðma þig lengur,
- ekkert alvarlegt.
*
Ég er með faðmlag á heilanum
sem getur staðið lengi,
af því tíminn hverfur þar.
*
Bara tilað hvílast, einsog þetta væri staður
- tilað hvílast.
*
Kannski er þetta konan sem hefur haldið
heiminum uppi, hún vill vera föðmuð.
*
Ég er með löng faðmlög á heilanum,
löng, löng, löng faðmlög.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
5 ummæli:
Ég sendi þér óendanlega langt faðmlag.
- Katrín.
ooohhhh. krúttið mitt, ég er búin að vera hugsa svo lengi til og mikið til þín,
yndislega katrín, takk.
ég sendi þér faðmlag á móti, sennilega mætist þetta í amsterdamm. ...???
já líklegast - það er fínt að vera í amsterdam... en þetta nær alveg til mín- ég finn það :)
hvað er annars að frétta af þér, hvernig gengur að dansa...
Skrifa ummæli