Það hringir enginn í mig, ekki hræða, enginn bankar, símarnir steindauðir, engin komment, ekki orð, ég fór að hugsa, er ég svona leiðinleg, eru allir svona áhyggjufullir útaf sýndar-kreppunni en þá rann það upp fyrir mér, það eru allir á Andlitsbókinni.
*
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
6 ummæli:
ég gerði gjörning um daginn og komst að Því að símar eru old-news og dropp-inn heimsóknir enn eldri.
"status-uppdate" á facebook er málið.
Drífðu þig á fésbókina og láttu þig flæða!
Annars get ég svosem lagt mig fram við að sporna við þessari ömurlegu þróun. Byrja smátt- tek ákvörðun um að kommeta dálítið vel á næstu viku- þá kannski- eftir framfarir og hvatnigaróp í spegilinn- get ég tekið upp símann í lok vetrar.
Cheers(því á facebook vita sko allir hvað þú heitir)
Lísbet
Ef heimurinn kemur ekki til þín- kom þú þá til heimsins :) Sjáumst vonand brátt á fésbókinni mín kæra...
Knús knús- og ég er að koma heim um páskana, um að gera að eiga góða eldhússtund saman- og sundferð væri nauðsynleg líkama og sál.
Knús aftur, Katrín.
sko, ég er ekki með net, og ímynda mér að ég myndi ekki bara vera á andlitsbókinni heldur handleggja og fótabókinni, rassbókinni og magabókinni, svo myndi ég hætta að skrifa, það er kannski það sem heimurinn er að bíða eftir, úhú.
já sundferð kata, einmitt, ég komst í sund sl. mánudag, útá nesi, labbandi, hausinn á mér, það er blokk í hausnum á mér sem ég þarf alltaf að taka lyftuna, fara inní allar íbúðirnar og uppá þak og útá allar svalirnar ef ég á að komst í sund, ...
hugarfarið, fökking hugarfarið.
haha- mín kæra- Lísbjörn er hugarburður og draumur minn - en kannski gerast þau djörf og skýra hann það...
Annars veðja ég á að hann fái nafnið Hálfdán Hálfdán Hálfdánsson....
Lísbjörn ísbjörn... got it.
Skrifa ummæli