12 október 2009

Hrukkuþunglyndið

Ég er svo blönk, ég á ekki fyrir mat eða ljósaperum, búin að skrifa fimm handrit af ýmsu ljóð eða sögukyns en kem því ekki út, með viðvarandi þursabit, þetta er raunveruleikinn, eina sem heldur mér á floti eru fundir, sef of mikið en er þó að lesa eina bók: Unaccustomed earth eftir Jhumpa Leri og setti í þvottavél áðan og hengdi útúr annarri, þessi blankheit valda þunglyndi, en ég ætla sækja um hjá póstinum og svo klofnar hausinn á mér, - fara bera út póst, flytja útá land, og bíða eftir að einhver bjargi mér, - það er allt byrjað að síga og ég hugsa ekki um annað en elli og hrukkur, þetta er sennilega þunglyndi en ég sé hrukkur allstaðar á öllum.

Engin ummæli: