13 október 2009

Viltu hlusta?

í dag hefur hrukkunum fjölgað, þær hafa breytt sér í strik, rauð strik, sérstaklega þetta sem lítur út fyrir að vera horn á enninu, - svo hef ég komist að því að ég get verið hrædd, ég þarf að útbúa umsókn fyrir starfslaun listamanna, og fara í bað, draga frá gluggatjöldin og svona ýmislegt, annars að fara í göngutúr með hundana og passa emblu, - svo er spurning hvort ég kíki inná drafnarstíg, ég er alltaf í þann veginn að skrifa bréf og segja hvað ég eigi bágt, er þetta þunglyndið, sveiflan í sálinni, af því ég er með geðhvörf, eða bara aumingjaskapur eða skapur aumingja, þetta eru ekki góðir dagar, best að sækja um á póstinum, annars ætlaði ég að strauja sængurfötin, og setja utanum sængina, hvar væri ég ef ég hefði ekki bloggið, þetta er ekki nógu hreint og beint, þori ekki að segja hlutina beint út, en mig vantar stuðning. eða hvort mig vantar bara að tala og einhver hlusti.

Engin ummæli: