28 desember 2009
Kærleikssambandið
Vaknaði hálftólf og var að hugsa um konuna í lokaða herberginu, að ég hefði átt að gefa hana út, það er ekki alltaf að marka svefnrofurnar, svo hringdi síminn, ég ákvað að fara á fætur og fá mér kaffi áðuren ég ansaði, kærleikshugsun, því annars væri ég úti á þekju og ekki með á nótunum, hitaði mér kaffi, tók lyfin mín, á eftir að tannbursta mig, því síminn hringdi aftur þegar ég ætlaði að gera það, á eftir að taka lýsi og vítamín, tók samt af rúminu, þvottavélin ennþá biluð, en á aðfangadag kom maðurinn með skrúfuna. Kærleiksrík snjókorn svífa til jarðar, langar í sund og bankann en ekki búin að ákveða hvort ég fæ minn kærleiksríka súrefnisskammt í dag, las Ragnar í Smára í gær, merkilegur maður, soldið stíf lesning þótt bókin sé vel skrifuð, höfundurinn treður þessu soldið inní formið sitt, og lesandinn ég stundum soldið mikið að hugsa, já mikið er þetta smart hjá höfundinum, en Ragnar í Smára og Ólöf Nordal komast til skila, líka Jón Helgason. Já kærleikurinn, ég hef kærleiksfingur sem slá á lyklaborðið, en þessi sem hringdi vildi að ég gæfi út fleiri bænabækur. En þar á undan hringdi Garpur og spurði hvort Embla mætti gista. Lífið er dásamlegt og fínt að hafa þessi snjókorn.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli