30 október 2012

Fæðingarhálfviti

Hann segir að ég sé padda og naðra og fæðingarhálfviti, snobbuð, illa að mér, illkvittin, vondur bílstjóri, helli uppá vont kaffi, en aðallega er ég brjálæðingur, eða svo segir hann, brjálæðingur.

24 október 2012

þrjú æðisköst

tekin í gær á mínum edrúafmælisdegi...ekki búin að jafna mig á öllu þessu rugli.

18 október 2012

franskur bakari sagði:

Deig er einsog kona, ef þú talar of hátt til hennar verður hún gröm og reið.

Ímyndað samtal á októberkvöldi

eg hélt þér líkaði ekki við matreiðsluþætti hvað meinarðu. nú þú talar þannig að það sé allt fullt af matreiðsluþáttum og þú þolir það ekki. hvað má é ekki horfa á þáttinn. jú jú. en hvað horfðu bara á hann. má ég það endilega þögn þú hefur bara miklu meiri áhuga á því sem þessi matreiðslukona er að elda heldur en á ljóðunum mínum.

Litla barnið

Bráðum kemur litla barnið hjá Ingunni og Garpi, og auðvitað Emblu, það verður spennandi að sjá hana og breytast í mjúkt lífsundur þegar ég sé lítil börn og þessvegna þessa frænku mína einsog Afi Kristjón sagði. Mér finnst endilega að hún verði dökkhærð og vá hvað ég hlskka til að sjá hana.

Skrítin spurning

ég tók æðiskast í gær og eina sem maðurinn sagði í morgun var: áttu kaffi!!!???

sloæto' er lp,o' skiltið meira af því

skiltið er komið og komið á hurðina, það er þar núna og ein skrúfa sprakk, skyldi það vera fyrirboði og ég sem var farin að skrifa söguna, skiltið sem aldrei var sett á hurðina, og nú óskar farinn að tala við sjónvarpið.

05 október 2012

Við

ÞAð er rosalegt mál að panta skilti, velja skilti, og ef ég hefði verið róleg hvað hefði þá gerst, ef ég hefði sagt feimnislega, við ætlum að fá skilti...

Ljósaskilti

Meðan ég var að athuga með lögun skiltis og leturgerð var hann að athuga með ljósaperur, hann vildi kannski hafa þetta ljósaskilti.

Í skiltabúðinni

Hann sagði áðuren við fórum inní búðina sem selur skilti, svo skaltu láta einsog þú hefur alltaf látið í þessari búð eða einsog þú hefur sagt mér og þá kom ég með hann að afgreiðsluborðinu og sagðist vera búin að finna maninn sem ég vildi búa með og afgreiðslumaðurinn spurði drekkur hann og ég sagði ekki dropa.

Skilti á hurðina

Í gær pöntuðum við skilti á hurðina, á meðan ég og afgreiðslumaðurinn vorum að pæla í lögun og leturgerð var hann að athuga með ljósaperur.

Útum gluggann

Þegar ég loka að mér bankar hann á hurðina og býður mér kaffi. Þegar ég hef allt opið horfir hann út um guggann.

03 október 2012

Helvíti

Konan í blómabúðinni segir mér að hjónaband sé einsog Helvíti og himnaríki og allt þar á milli, ég anda léttar en svo langar mig að snúa við og spyrja, en ef helvíti tekur yfirhöndina hvað þá?

Loka hurðinni

eg get farið að anda þegar ég loka hurðinni.

Sambúð

Ég þríf blóðið af veggnum fyrir hann. Og hann setur í nýja rúðu fyrir mig.

02 október 2012

Hugboðið

Hugboðið var með verra móti, það kom óboðið og lagði heiminn í rúst, eitt hugboð sem spratt af innsæi konu sem hún gat ekki skrifað og allt kom ruglað og hana langaði svo tilað segja sigri hrósandi, ég vissi það, ég vissi það.

Stæðið

ÞAð er búið að standa autt stæðið hér í götunni í mörg ár, fatlað stæði já í svona tíu ár eða lengur, það leggur enginn í það þrátt fyrir að það sé stundum þröng á þingi hér í götunni. Mér datt alltí einu í hug að kannski myndi ég sjálf enda í þessu stæði ef dramatíkin gengur eftir.

Koddinn

Ég hitti konu í Rúmfatalagernum og henni tókst á fimm mínútum að segja mér að ég væri nísk og snobbuð. Þetta má teljast nokkurt afrek. En þess má geta að ég var að kaupa kodda.

Konan í Blómabúðinni

Konan í blómabúðinni sagði mér að hjónabandið spannaði allt sviðið, frá Himnaríki til Helvítis... ég held ég fari oftar að kaupa blóm.