27 desember 2012
20 desember 2012
Þagnarbindindi
Hvernig á að vinna á absúrd aðstæðum, skera þær í bita, segja satt, koma með absúrd á móti.....langar bara að fara senda honum sms eða hringja en það er mesta bilun í heimi en hvað á ég gera, tíminn er að verða búinn hér og ég er kominn í sex daga þagnarbindindi.
19 desember 2012
Á hælinu með rautt naglalakk
Kona þakkaði mér fyrir að hafa stoppað sig, þá var hún ekki eins einmana að ganga ganginn, í gær fór ég yfir brú og sá tvær rjúpur, silung og fjallið sagði mér að hlusta á sjálfa mig. Það voru líka grenitré. Anna er að lesa Gyrði í stólnum. Það er falleg sjón. Í fyrradag var fjallið rautt, stundum kastast allt í kekki í huganum og áhyggjurnar verða einsog heill her, en svo labba ég af stað og þá verður alltí lagi, þess vegna er líkaminn svo sniðugur, ég elska líkamann, ég elska mig, ég er að læra það enn aftur og aftur einsog að gera grindarbotnsæfingarnar.
12 desember 2012
Heilsuhælið
Ég er á heilsuhælinu og er búin að dansa sápukúludansinn.... fara í sund, heitu pottana, nudd, göngu, bakarí í bænum, mat í salnum, hitta fullt af fólki, hlusta á tónleika, ganga ganga, fara í slökun, næturheimsókn á hjúkrun, lyfta, og gera nokkrar uppgötvanir, sjá yfir fjallsbrúnina, hrafnana, og hitta lækninn.
06 desember 2012
Jólaserían
Ég var búin að fara til sálfræðinga, geðlækna, Eyrarbakka, KVennaathvarfið, Geðdeildina, panta pláss á Hælinu, fara á fundi, tala við trúnaðarkonurnar, vini mína, fjölskylduna, hafið, fjöllin, veginn, framliðna, ég spurði jafnvel húsið en ég fékk engin svör fyrr en ég setti upp jólaseríuna,....
Öðru fólki dýrmætir
Hann sagði að ég hefði ekki keypt neitt til búsins, og ég benti honum á að ég hefði keypt rómantísk gluggatjöld og fallega matardiska. Þess utan hefði ég keypt fiskispaða, ausu, steikargaffal, hnífapör, potta og pönnur, sparistell, og svo hefði ég keypt húsið, en hann hefði bara ekki tekið eftir þessu, eða tekið þessu sem sjálfsagðan hlut eða svona nöldraði hann einsog kerling um alla hluti sem öðru fólki voru dýrmætir.
05 desember 2012
To do listi
Skreyta gluggana
Fara til tannlæknis
Skila skýrslu
Finna stað
Athuga með sloppinn minn
Dansa
Bursta kálfana
Rétta svarið
Lygin er verst, þá hverfur raunveruleikinn, þegar er logið að mér, ég hef ekki logið í tuttugu ár en nú er ég síljúgandi, þess vegna verð ég svona flækt og allt óskýrt, raunveruleikinn horfinn, hann bauð mér útá Hróa í gær með blómum og kerti og einum bolla, og bara tilað geta svo bankað uppá og spurt hvort hann gæti fengið lánaða dómgreind hjá mér, um hvort hann ætti að búa hér fram í apríl eða maí, þótt við værum ekki saman, og af því honum líkaði ekki svarið stóð hann upp og gerði sig líklegan tilað fara, .... það er einmitt þetta, þessi ömurlegi leikur, einsog maður sé ekki manneskja, heldur einhver vél tilað koma með réttu svörin, ég spurði hann líka hvort hann ætti að sofa hér eftir við vorum saman en þá vildi hann fara niður og ég klikkaðist það var ekki rétta svarið.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)