05 desember 2012
Rétta svarið
Lygin er verst, þá hverfur raunveruleikinn, þegar er logið að mér, ég hef ekki logið í tuttugu ár en nú er ég síljúgandi, þess vegna verð ég svona flækt og allt óskýrt, raunveruleikinn horfinn, hann bauð mér útá Hróa í gær með blómum og kerti og einum bolla, og bara tilað geta svo bankað uppá og spurt hvort hann gæti fengið lánaða dómgreind hjá mér, um hvort hann ætti að búa hér fram í apríl eða maí, þótt við værum ekki saman, og af því honum líkaði ekki svarið stóð hann upp og gerði sig líklegan tilað fara, .... það er einmitt þetta, þessi ömurlegi leikur, einsog maður sé ekki manneskja, heldur einhver vél tilað koma með réttu svörin, ég spurði hann líka hvort hann ætti að sofa hér eftir við vorum saman en þá vildi hann fara niður og ég klikkaðist það var ekki rétta svarið.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli