19 desember 2012
Á hælinu með rautt naglalakk
Kona þakkaði mér fyrir að hafa stoppað sig, þá var hún ekki eins einmana að ganga ganginn, í gær fór ég yfir brú og sá tvær rjúpur, silung og fjallið sagði mér að hlusta á sjálfa mig. Það voru líka grenitré. Anna er að lesa Gyrði í stólnum. Það er falleg sjón. Í fyrradag var fjallið rautt, stundum kastast allt í kekki í huganum og áhyggjurnar verða einsog heill her, en svo labba ég af stað og þá verður alltí lagi, þess vegna er líkaminn svo sniðugur, ég elska líkamann, ég elska mig, ég er að læra það enn aftur og aftur einsog að gera grindarbotnsæfingarnar.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli