12 apríl 2013
Kvíði og tómarúm
Mér finnst alltaf einsog ég sé að verða bráðkvödd, muni hníga niður fyrirvaralaust án þess að hafa ráðrúm til að renna augunum í kringum mig í stofunni, þarna er blái sófinn sem tvíburarnir sátu í þegar þeir horfðu á fótbolta, guli stóllinn sem ég sat í kvöldið sem Embla fæddist, grænu gluggatjöldin sem amma saumaði, já að ég hafi ekki ráðrúm tilað koma mér fyrir í fallegri stellingu en muni hrynja niður einsog slytti eða hrúgald, einhverveginn, svo hafi ég engan tíma tilað fara uppá öræfin eða skipuleggja jarðarförina, og hver skyldi svo finna mig, enginn, hér hefur enginn komið eða bankað í háa herrans tíð og ég hef heldur ekki bankað hjá neinum, og er með verk í fingrunum, ég held það séu æðarnar sem eru orðnar svona þröngar af nikótíntyggjó, og líka æðarnar um hjartað, en ég held að kvíðinn vilji fylla uppí tómarúmið sem ástin gerðí einusinni.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli