Ella Stína dragnaðist upp tröppurnar á Lindarbrautinni með hlekkina í eftirdragi, hún hafði einsog venjulega verið lengi heim úr skólanum útaf hlekkjunum, hlekkirnir höfðu farið í taugarnar á kennaranum og hann hafði látið hana sitja eftir einsog venjulega útaf hlekkjunum, krakkarnir höfðu strítt henni í frímínútum og híað á hana: Ella Stína í hlekkjunum, Ella Stína í hlekkjunum. Ella Stína hafði bara getað verið eina mínútu í frímínútum því hún var svo lengi eftir göngum skólans af því hún var í hlekkjum. Stundum komst hún alls ekki úr sporunum og stóð bara þarsem hún var, alveg heillengi og einhver ýtti við henni og hún datt eða einhver spurði hvort hún væri ekki að koma en þá sagðist hún vera að hugsa. Já, hugsaði Ella Stína, hlekkirnir fá mig til að hugsa. Og svo silaðist hún áfram og bankaði á dyrnar þegar tíminn var hálfnaður. Kennarinn opnaði og það leið heil öld áðuren hún komst í sætið. Það var alltaf verið að kalla á Ellu Stínu til skólastjórans útaf hlekkjunum og hún átti mjög erfitt með að komast þangað. Hlekkirnir voru mjög þungir. Hún gat auðvitað aldrei verið að leika sér með krökkunum í frímínútum, hún gat ekki hlaupið um eða neitt og hún var aldrei valin í liðið, allt útaf hlekkjunum. Og það vildi enginn vera samferða henni heim því hún var svo lengi og líka lengi að svara því hún þurfti fyrst að reyna að tosa hlekkjunum áfram. Ella Stína vildi óska þess að einhver eða eitthvað leysti hana úr hlekkjunum en því var ekki að heilsa. Að einhver væri með lykil, og það var þá sem Ellu Stínu byrjaði að dreyma. Hlekkir opna okkur leið inní draumaheiminn. Draumaheimur Ellu Stínu braut sér leið einsog hvert annað heimsveldi yfir öll lönd og fór um einsog eldibrandur og skildi eftir sig sviðna akra og rotin tún en það var allt í lagi, Ella Stína gat þá verið í draumaheiminum og ekki í hlekkjum á meðan. Þetta er reyndar smá útúrdúr. Eina leið Ellu Stínu tilað komast úr hlekkjunum var að komast inní lokaða herbergið. Lokaða herbergið var gætt töfrum. Já fyrst ég nefni töfra, þá einsog fyrir töfra féllu hlekkirnir af Ellu Stínu. Hún gekk um lokaða herbergið og sagði aðeins eitt orð: Róbert, Róbert, Róbert, Róbert, Róbert, Róbert, Róbert, Róbert, Róbert, Róbert, Róbert. Það var einsog orðið Róbert væri töfraorð sem myndi halda henni inní lokaða herberginu. Ef hún hætti að segja Róbert var einsog eitthvað hræðilegt gæti gerst. Ella Stína var nefnilega löngu búin að gleyma að til væri heimur fyrir utan lokaða herbergið. Pabbi hennar af því hann var svo góður maður, hann hafði á sínum tíma, já læst Ellu Stínu inni í lokaða herberginu og hent lyklinum. Kannski af því hann var svo leiður á hringlinu í hlekkjunum. Ellu Stínu fannst það svo stórkostleg lífsreynsla að vera læst inni að við fyrsta tækifæri læsti hún sig inni og gleypti lykilinn. Svo hafði hún semsagt gleymt því að til væri heimur fyrir utan.
Hún gleymdi því í mörg ár. Mörg herrans ár. Já marga tugi ára. Þá var Ella Stína læst inní herberginu. Það var ekki fyrren hún kynntist þessum Róbert að hana langaði tilað hætta að segja Róbert og fór að rannsaka þetta vísindalega.
Er Róbert fyrir utan, spurði hún sjálfa sig. Eftir að hún hafði komist að því að orðið Róbert þýddi ekkert annað en aðferð tilað halda henni í lokaða herberginu.
Það verður alltaf að vera eitthvað sem heldur manni föstum, já föstum á sama stað.
Nei, svaraði Ella Stína sjálfri sér, hann er ekki fyrir utan. Eða þeas. hún sagði Róbert er ekki fyrir utan. Því Róbert var Róbert en ekki Róbert. Svona stærðfræðilega séð.
Hvað er fyrir utan, spurði Ella Stína sjálfa sig. Og það var þá sem hún fann konuna í hlekkjunum.
Hvort er betra að vera í hlekkjum eða í lokuðu herbergi, spurði Ella Stína sjálfa sig.
Þegar hún var í hlekkjunum þurfti hún ekki að hugsa Róbert en allt var mjög erfitt og mjög þungt og gekk mjög hægt fyrir sig og frestaðist og silaðist áfram.
Þegar hún var í lokaða herberginu gat hún nánast flogið, hlekkirnir hrundu af henni og eina sem hún þurfti að hugsa var Róbert, þá hélst hún í lokaða herberginu.
Svo það er spurning um þriðja staðinn.
Hún gleymdi því í mörg ár. Mörg herrans ár. Já marga tugi ára. Þá var Ella Stína læst inní herberginu. Það var ekki fyrren hún kynntist þessum Róbert að hana langaði tilað hætta að segja Róbert og fór að rannsaka þetta vísindalega.
Er Róbert fyrir utan, spurði hún sjálfa sig. Eftir að hún hafði komist að því að orðið Róbert þýddi ekkert annað en aðferð tilað halda henni í lokaða herberginu.
Það verður alltaf að vera eitthvað sem heldur manni föstum, já föstum á sama stað.
Nei, svaraði Ella Stína sjálfri sér, hann er ekki fyrir utan. Eða þeas. hún sagði Róbert er ekki fyrir utan. Því Róbert var Róbert en ekki Róbert. Svona stærðfræðilega séð.
Hvað er fyrir utan, spurði Ella Stína sjálfa sig. Og það var þá sem hún fann konuna í hlekkjunum.
Hvort er betra að vera í hlekkjum eða í lokuðu herbergi, spurði Ella Stína sjálfa sig.
Þegar hún var í hlekkjunum þurfti hún ekki að hugsa Róbert en allt var mjög erfitt og mjög þungt og gekk mjög hægt fyrir sig og frestaðist og silaðist áfram.
Þegar hún var í lokaða herberginu gat hún nánast flogið, hlekkirnir hrundu af henni og eina sem hún þurfti að hugsa var Róbert, þá hélst hún í lokaða herberginu.
Svo það er spurning um þriðja staðinn.
1 ummæli:
Þetta er snillllllddddddd. dabbadú jabbaflú
Skrifa ummæli